Námskeið

1 DAGS INNI MYNDATÖKUNÁMSKEIÐ 29. sept.


1 dags (4 klst.) inni myndatökunámskeið, hentar ágætlega þeim sem hafa komið áður á ljósmyndanámskeið og þá sem vilja læra enn meira um almennar myndatökur.

Þetta námskeið er fyrir allar tegundir myndavéla.
Á þessu námskeiði er rifjaðar upp allar helstu stillingar á myndavélum, ljósop, hraða, ISO, White balance, gæði ofl. og hvernig best er að stilla vélina fyrir ýmsar myndatökur.

Nemendur læra um mismunandi myndbyggingu og hvernig best er að ná myndum inni við ákveðnar aðstæður, nálgast mótíf (myndefnið) á mismunandi hátt ásamt því að fá tilsögn um stillingar á vélinni. 

Hvernig er best að stilla myndavélina fyrir innimyndatöku ?
Hvaða atriði þarf að hafa í huga varðandi myndatöku ?
Hvað ber að forðast ?
Hvernig verður góð mynd til  ? 

Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á námskeiðinu.

Fjallað ítarlega um almenna myndatökur og sérhæfðari myndatökur.

Sýndar ýmsar myndir og tilgreint hvaða stilling var notuð við myndatökuna.

 MYNDATAKAN:
Sett upp einfalt ljósmyndastúdíó fyrir portrett og annað stúdíó fyrir hluti.
Nemendur æfa sig í að taka myndir á staðnum.

Kynntir nokkrir aukahlutir sem koma að góðu gagni við myndatöku.

Við mælum með að þeir sem eiga þrífót taki hann með.


HEIMAVERKEFNI:
Nemendur fá heimaverkefni og skila inn á lokaðan hóp á Facebook.

MYNDA GAGNRÝNI:
Nemendur skrá sig í sérstakan lokaðan hóp á Facebook og hlaða þar inn sínum myndum. Öll gagnrýnin fer fram á Facebook og verða myndirnar gagnrýndar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einungis nemendur geta séð myndirnar.


Þriðjudagur 29. sept.   kl. 18 - 22

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.

Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12. efri hæð

Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson s: 898 3911


NÁNARI LÝSING OG SKRÁNING


VERÐ 9.900 kr.

1 DAGS ÚTI MYNDATÖKUNÁMSKEIÐ 12. SEPT.


Úti Myndatökunámskeið fyrir allar tegundir, gerðir og stærðir myndavéla.

LAUGARDAG 12. SEPTEMBER  kl. 10 – 14 (kaffihlé kl. 12 – 12:30)

Nemendur mæta á bílaplanið við Grasasgarðinn í Laugardal  kl. 09:55 og fá nokkur myndaverkefni sem verða gagnrýnd.

TAKTU BETRI MYNDIR - LEIÐSÖGN MEÐ LEIÐBEINANDA:
Leiðbeinandi fylgir hópnum allan tímann og leiðbeinir hverjum og einum
nemenda varðandi stillingar myndavélar ásamt myndbyggingu og myndatöku.

MYNDATAKAN:
Á þessu námskeiði læra nemendur um mismunandi myndbyggingu og hvernig best er að ná myndum við ákveðnar aðstæður, nálgast mótíf (myndefnið) á mismunandi hátt ásamt því að fá tilsögn um stillingar á vélinni. 

Hvernig er best að stilla myndavélina ?
Hvaða atriði þarf að hafa í huga varðandi myndatöku ?
Hvað ber að forðast ?
Hvernig verður góð mynd til  ? 

Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á námskeiðinu.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja ná betri tökum á myndatökunni sjálfri ásamt Því að fá meiri vitneskju um helstu stillingar á vélinni sinni.

Við mælum með að þeir sem eiga þrífót taki hann með.

MYNDA GAGNRÝNI:
Nemendur skrá sig í sérstakan lokaðan hóp á Facebook og hlaða þar inn sínum myndum. Öll gagnrýnin fer fram á Facebook og verða myndirnar gagnrýndar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Einungis nemendur geta séð myndirnar. Þeir sem ekki eru með Facebook aðgang fá gagnrýnina senda í tölvupósti.

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.

Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson s: 898 3911

NÁNARI LÝSING OG SKRÁNING


VERÐ 9.900 kr.

ljosmyndari.is - upplýsingar Gera að upphafssíðu Hafa samband Um vefinn Dagatal Senda á vin Finndu okkur á Facebook Skráning á póstlista Bókamerkja Gera að upphafssíðu

Allt efni er höfundarréttarvarið ~ Ábyrgðarmaður: Pálmi Guðmundsson ~ Netfang: ljosmyndari@ljosmyndari.is