Námskeið

4ra DAGA MYNDATÖKUNÁMSKEIÐ 15. - 27. MAÍ


ÍTARLEGT MYNDATÖKUNÁMSKEIÐ 4 DAGAR - 16 KLST. FYRIR ALLAR TEG. MYNDAVÉLA.

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur fá góða leiðsögn og gagnrýni, til að öðlast meiri hæfni í að hugsa á sjónrænan hátt og að taka enn betri myndir. Nemendur fá krefjandi verkefni sem þeir eiga að skila inn og fá uppbyggilega gagnrýni á myndverkin.

Auk þess verður rifjaðar upp grunnstillingar á myndavélinni og myndatökuferlið sjálft útskýrt. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa komið áður á grunn námskeið, eða hafa einhverja reynslu og vilja ná enn betri tökum á myndatökunni sjálfri.

DAGUR 1. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ kl. 18- 22.
Upprifjun á grunnstillingu myndavélarinnar
(hraða/ljósop/iso/WB/Gæði.)

Fjallað um ýmiskonar myndbyggingu.
Nemendur taka myndir á staðnum.

Nemendur fá spennandi 10 heimaverkefni

DAGUR 2. ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ kl. 18- 22.
Gagnrýni á 10 verkefni.


DAGUR 3. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ  kl. 18- 22.
Fjallað um mismunandi lýsingu, úti og inni. Ofl.
Fjallað um nýju verkefnin og hvernig best er að ná myndum af þeim.

Nemendur taka portrettmyndir af hvert öðru.

Verkefnin: Nemendur fá krefjandi 5 heimaverkefni.

DAGUR 4. ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ  kl. 18- 22.
Gagnrýni á 5 verkefni


Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.

Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12. efri hæð

Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson

NÁNARI LÝSING OG SKRÁNING


VERÐ 25.900 KR.
 

ljosmyndari.is - upplýsingar Gera að upphafssíðu Hafa samband Um vefinn Dagatal Senda á vin Finndu okkur á Facebook Skráning á póstlista Bókamerkja Gera að upphafssíðu

Allt efni er höfundarréttarvarið ~ Ábyrgðarmaður: Pálmi Guðmundsson ~ Netfang: ljosmyndari@ljosmyndari.is