Námskeið


LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 27. og 28. MAÍ


2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra grunnatriðin í Lightroom, svo sem að flytja inn myndir, að setja leitarorð á margar myndir, að finna myndir, að vinna myndirnar, að vista myndirnar og margt fleira. Þetta er byrjendanámskeið.

Kennt er:

að flytja inn myndir (importing)
að setja leitarorð á margar myndir (keywording)
að finna myndir (searching)
að vinna myndirnar (development)
að vista myndirnar (exporting)
að gera afrit (backuping)
og margt fleira.

Námskeiðið er:
Verklegar æfingar, fyrirlestur og kennsla á Lightroom. Nemendur fá kennslugögn til varðveislu.

Mánudagur 27. maí kl. 18 - 22
Þriðjudagur 28. maí kl. 18 - 22

Nemendur þurfa að koma með fartölvu með uppsettu Lightroom.  Ágætt er að vera með tölvumús og músarmottu.

 

Hægt er að kaupa LR classic forritið í gegnum Bretland. https://www.adobe.com/uk/

 

Eða í gegnum Bandaríkin: https://creative.adobe.com/products/download/lightroom-classic

 

Auðvelt er að hlaða forritinu niður og hægt er að nota það ókeypis í 7 daga eða kaupa aðgang að þvi, sem kostar um 9 dollara á mánuði.


Bankaupplýsingar: 0101 - 05 - 262979 Kennitala 580108-1560

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.

Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12. efri hæð

Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson s: 898 3911


VERÐ 13.900 KR.
Smelltu hér
til að skrá þig

Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf.   Síðumúla 12,   108 Reykjavík   GSM 898 3911   ljosmyndari@ljosmyndari.is   kt. 580108-1560