Reglur

Varðandi smáauglýsingar á ljosmyndari.is

  • Eingöngu skráðir notendur geta sett inn ókeypis smáauglýsingar er tengist ljósmyndun.
  • Ekkert takmark er fyrir fjölda auglýsinga sem notandi má setja inn.
  • Skráðir notendur geta sett inn eina mynd með auglýsingunni.
  • Auglýsingar eru inni í 30 daga, en auglýsandinn fær sendan tölvupóst 7 dögum áður en hún dettur út.
  • Auglýsandi getur þá valið um það að framlengja birtingartímann um aðra 30 daga eða eyða auglýsingunni.
  • Auglýsandi getur breytt og eytt eigin auglýsingu hvenær sem er.

 

1. Auglýsingar skulu eingöngu settar í rétta og viðeigandi augýsingaflokka.

2. Ef það sem verið er að auglýsa er ekki í réttum flokki verður auglýsingunni eytt.

3. Bannað er að auglýsa annað en það sem auglýsingaflokkarnir segja til um. (Sendið okkur tölvupóst með tillögum um nýja flokka)

4. Ef verið er að auglýsa t.d. myndavél og linsu, þá er leyft að hafa upplýsingar um þessa 2 hluti í stitt hvorum flokknum (myndavél og linsur)

5. Fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á smáauglýsingasíðunni án samþykkis stjórnenda vefsvæðis.

Stjórn vefsins  hefur fullt leyfi til að eyða auglýsingu sem talin er brjóta ofangreindar reglur eða eru óviðeigandi.
Reglurnar eru ekki tæmandi. Stjórn vefsins tekur ákvarðanir um vafamál.


Leiðbeiningar hvernig á að taka auglýsingar út:

Þú skráir þig inn á ljosmyndari.is ( innskráning)
Smellir á "auglýsingar"
Svo á "mínar auglýsingar"
Þar neðst er valmöguleiki "uppfæra" / "eyða"
Smellir á "eyða"
Þá opnast nýr lítill gluggi, þar er textinn:
"Þú ert biðja um að eyða þessari auglýsingu": (nafnið á auglýsingunni)
Þar birtist textinn: "Ertu alveg viss? "
Þá smellir þú á "Já, eyða þessari auglýsingu"

ljosmyndari.is - upplýsingar Gera að upphafssíðu Hafa samband Um vefinn Dagatal Senda á vin Finndu okkur á Facebook Skráning á póstlista Bókamerkja Gera að upphafssíðu

Allt efni er höfundarréttarvarið ~ Ábyrgðarmaður: Pálmi Guðmundsson ~ Netfang: ljosmyndari@ljosmyndari.is