Viðtöl

Neðansjávar myndatökur

Á meðan aðrir eru að mynda landslag, tekur Gísli Arnar myndir neðansjávar, þar er að vísu landslag, en mjög fáir hafa séð að með berum augum. Við skulum skyggnast undir yfirborðið, kafa djúpt og fá að vita allt um þetta spennandi áhugamál hans; neðansjávarmyndatökur.

 

Hver er maðurinn?
Ég hei

ti Gísli Arnar Guðmundsson, bý á Akureyri og er 37 ára gamall 2 barna faðir. Er vélfræðingur en starfa meðal annars við skaðlausar prófanir en það felst meðal annars í því að þykktarmæla stálskip eða ástandsskoða rafsuður.

Hvenær fórstu að taka ljósmyndir ?
Ég var snemma upptekinn af ljósmyndun og fannst ég þurfa að mynda allt það merkilega sem fyrir augu mín bar, það gat verið ósköp venjulegur mávur eða bara lítill foss í læk. En meistaraverk í mínum augum. Ég skildi nú aldrei mikið hvernig myndavélin virkaði þá en man þó að mig langaði mikið til að vita það. Ég á enn eftir að skella mér á námskeið, en mig langar mikið að fara á workshop erlendis, en það verður þó að vera í köldum sjó því þær krefjast meira af manni.

Hvar og hvenær tókstu fyrstu myndina neðasjávar ?
Árin 2007-2008 rakst ég á margar flottar neðansjávarmyndir á netinu og heillaðist. Ætlaði aldrei í dýran búnað en eftir mikin lestur og miklar pælingar, þá ákvað ég að ganga nánast alla leið án þess að hafa tekið eina myn
d neðansjávar. Keypti allt notað og er ennþá nokkuð sáttur við búnaðinn Þó verð ég að nefna að búnaðurinn sem ég nota er í raun langt í frá það besta sem völ er á en ágætis byrjun engu síður. Ég fór með félaga mínum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði sumarið 2008 og smellti þar af nokkrum myndum fyrir utan hafnargarðinn, ákaflega óspennandi staður.

Hvaða búnað notar þú í þessar neðansjávarmyndatökur ?
Myndav
gísli

élin er Nikon D200 sem ég keypti eingöngu vegna þess hve sterkbyggð vélin er. Síðan var Aquatica hús úr áli sem er kanadískt fyrir vali og var áður í eigu Bandarísks ljósmyndara. Flössin keypti ég nýlega og eru þau frá Sea&Sea. Linsuúrvalið er því miður ekki merkilegt sem stendur, nikkor 10,5mm f2.8 og Sigma 20mm f1.8 svo notaði ég 60mm og 105mm macro um tíma. Næstu linsur verða líklega tokina 11-16 f 2,8 og Tamron 90mm f 2,8

Er ekki frekar erfitt að fá góða og bjarta mynd sem tekin er neðansjávar ?
Á Íslandi
er raunin því miður oftast sú en auðvitað ekki ef aðstæðurnar eru réttar sem geta komið upp stöku sinnum, tær sjór, mikil sól og myndað á grunnu vatni, því um leið og dýpra er farið minnka litirnir sem og birtan. Á Íslandi er sjórinn frekar litaður eða óhreinn, þó ekki í þeirri merkingu að hann sé mengaður heldur er mikið líf í hafinu í kringum Ísland sem gerir hann grænleitan og þar af leiðandi erfitt að ná góðri mynd. Mér dettur í raun ekki í hug neinar aðstæður sem gætu talist erfiðari til myndatöku en einmitt neðansjávar en kannski yfirsést mér eitthvað í þeim efnum. En auðvitað eru aðstæðurnar líka misjafnar, ekki er hægt að bera saman fjöruköfun á sólríkum degi eða 30-40 metra köfun að vetrarlagi.

Hvað með stillingar á vélinni ?
Vélin er reynd til hins ítrasta, ljósop yfir 4 eða hraði yfir 100 er sjaldséð þegar flössin eru skilin eftir. Sjálfur fer ég helst ekki ofar en 400 ISO því D200 býður raunverulega ekki betur á því sviði, þess vegna renni ég hýru auga til nýju módelanna þar sem bú
ið að er betrum bæta ljósnæmið svo um munar. Ég notast bara við Prime linsur með mikið ljósop, en því miður þegar hraðinn er orðin svona lítill og linsan fullopinn er lítið um myndgæði. White Balance er á auto því ég tek í RAW. Erfiðast er að eiga við flössin, því oft þegar ég er búin að stilla þau er viðfangs efnið farið sína leið og ég komin úr jafnvægi, annað hvort á leiðinni upp eða niður!! Það er lítið mál að öfunda ljósmyndaranna í rauða hafinu, berhentir og enginn þurrgalli!

Hvaða staðir á landinu eru í miklu uppáhaldi fyrir neðansjávarmyndatöku ?
Þeir eru mar Nesgjá í Kelduhverfi

gir en þó verð ég að nefna Skjálfandaflóa fyrir norðan, þarna hef ég kafað með stærsta dýri jarðar, steypireyð, hraundröngum sem rísa frá 40 metra dýpi og upp á yfirborð. Kafað við Lundey og Brekann en þar eru fengsæl fiskimið. Svo eru Kinnafjöllinn bara svo falleg, það eru forrréttindi að fá að kafa við þau. Mig langar mikið að skella mér niður við Kolbeinsey og Mánareyjabrekann, reyndar á ég eftir að kafa svo ótrúlega víða að líklega endist mér ekki öll ævin til að kanna öll þau svæðis semég hef augastað á!

Hefur þú kafað að skútunni sem liggur á Pollinum á Akureyri, sem fáir vita um ?Já margoft og þarna er um fornminjar að ræða en ekkert hefur verið gert til að reyna vernda það. Dæmigert fyrir okkur íslendinga. Ég hef til dæmis sent pósta á Akureyjarbæ og Minjasafnið um að mynda flakið fyrir þau en annað hvort fengið þau svör að það sé ekki á dagskrá eða hreinlega engin svör fengið. Klárlega ein af betri köfunum ef skyggnið er gott, sem ég lendi alltof sjaldan í. (sjá 3 myndir hér fyrir neðan)

Lístu því fyrir okkur hverjar eru þær verstu aðstæður sem þú hefur lent í neðansjávar ?
Tel mig hafa verið nokkuð heppinn því ég þarf virkilega að hugsa til baka til að finna atvik þar s
em ég tel mig hafa verið í alvöru hættu. Hinsvegar m an ég oft eftir innilokunarkennd eða lofthræðslu eins furðulega og það hljómar.  En það verður að segjast að næturkafanir eða kafanir í höfnum geta oft verið ansi óhugnalegar því skyggnið getur verið aðeins í seilingarfjarlægð, botninn algjör drulla þar sem þú getur verið komin hálfa leið ofaní áður en þú áttar þig á því! Engu síður eru næturkafanir eftirsóknarverðar því þá kemur lífið fram úr holunum.

Ertu alltaf með myndavélina með þér þegar þú ert að kafa ?
Já, nema einu sinni og það gerist ekki aftur, þá fórum við í skútuna og áttum von á því að skyggnið yrði aldrei verra en eimitt þennan dag, því miklar leysingar voru rétt á undan og aðstæður ofansjávar buðu ekki uppá miklar væntingar. Hinsvegar þegar við komum á c.a. 6 metra dýpi var sem einver kveikti á risastórum kastara og flakið sást nánast í allri sinni dýrð. Ég öskraði innra með mér!!

Ferðu alltaf með einhverjum þegar þú kafar ?
Já í 99% tilvika, auðvitað freistast maður til að sólókafa einstaka sinnum, en þá er um fjörukafanir að ræða við bestu aðstæður. En ég mæli þó ekki með þeim!!

 

Hvað ber helst að varast í svona myndatökum ?
Fyrst og fremst að setja búnaðinn rétt saman því það er dýrt að drekkja vélinni, hundahár eða ónýtur O-hringur geta hæglega valdið miklum skaða, annars mæli ég með að prófa flössin á yfirborðinu því það getur verið mikil vonbrigði að uppgvöta það á 25metra dýpi að rafhlöðurnar séu ónýtar. Einnig hef ég verið að reyna sjá fyrir mér köfunina fyrirfram en alltof oft kemur hún manni algjörega á óvart sem er auðvitað bara ánægjulegt.

Einhver heilræði í lokin fyrir þá sem eru að huga að því að fara að kafa og mynda ?
Sjáfur hélt ég að allar þær fortölur sem ég las á netinu, um að til að ná árangri þyrf
ti að minnst x margar kafanir, væru bara til að hræða mann, en þó manni slysast annarslagið til að ná góðri mynd þá myndi ég halda að þegar kafari hefur masterað Boyancy eða flotjöfnun, og Awarness fyrir félaganum, þá fyrst er hægt að fara stunda ljósmyndun af fullri alvöru. Það er svo auðvitað einstaklingbundið. Fljótlega eftir að ég keypti vélina og húsið, skellti ég mér á námskeið sem einn af okkar fremstu köfurum á Íslandi stóð fyrir. Hann fékk til sín Amerískan kennara frá GUE ( Global Underwater Explorers ) sem tók 8 íslenska kafara í bakaríð og kenndi okkur DIR köfun ( DO IT RIGHT ). Þetta kerfi var sett saman af hellaköfurum þar sem kafari þarf að hafa allt sitt á hreinu.

Hvað með framtíðina ?
Því miður fór sumarið nánast framhjá mér vegna vinnu en hún vill alltof oft flækjast fyrir manni, einnig hef ég verið að koma mér upp aðstöðu fyrir köfunina en hún verður vonandi klár næsta sumar. Framtíð
in er björt, ég kafa mikið með Erlendi Guðmundsyni en hann er búin að kafa í 26 ár og ef eitthvað er þá virðist áhuginn bara aukast hjá kallinum, hann hefur verið að taka flott neðansjávar myndbönd og er bara hægt að læra á því að vera í kringum hann!

Ertu með vefsíðu þar sem hægt er að sjá þessar myndir ?
Ég er bara með flickr.com/gassa en vonandi get ég sett upp almennilega síðu síðar.

3 myndir af skútunni sem liggur á Pollinum á Akureyri eru eru lengst til hægri.

 

Ljósmyndað í Silfru ( mynd Erlendur Guðmundsson )

Bertálkni í vörn!

Bertálkni.
Steinbítur í leyni undir Arnarnesstrýtunum!


Horft eftir skipinu, líklega stytturnar sem sjást þarna en þær tengjast svo við dekkið

Stýrið?

við sjáum í blökkina í endann sem hefur líklega tengst með spotta í mastur

   

Svavar Jónatansson

Að sitja í vörubíl eða rútu og fara 10 - 15 ferðir í kringum landið og taka myndir eingöngu út um hliðarrúðuna á ferð vakti forvitni okkar og hlýtur að kalla á nokkrar spurningar. Við hjá ljósmyndari.is ræddum við Svavar Jónatansson, 29 ára, sem ákvað einn daginn að framkvæma gamlan draum.

Hvenær hófst ljósmyndaáhuginn hjá þér ?
Áhugann má rekja til um 15 ára aldurs, þegar ég rakst á fallega OM-10 myndavél frænda míns. Ég fékk hana lánaða og myndaði fólk í kring um mig og það sem mér þótti áhugavert. Síðan þá myndaði ég með vélum úr OM seríunni, með reglulegum kaupum á notuðum vélum, og var OM-1 í miklu uppáhaldi.

Ertu lærður sem ljósmyndari ?
Ég lærði ekki ljósmyndun. Ágætur bekkjabróðir minn í framhaldsskóla kenndi mér að framkalla, og eftir það sá ég um það sjálfur. Í kjölfarið að kynnast umhverfisljósmyndaranum James Balog árið 2005, hlaut ég gríðarlega gagnlega þjálfun við það að vinna með honum þegar hann kom til landsins að mynda hop jökla. Að upplifa slíkan áhuga og staðfestu í nálgun viðfangsefnis, ásamt þeim fórnum, vandamálum og loks afrakstri, kenndi mér mikið um þá þætti ljósmyndunar.

Hvað kom til að þú fórst þessa leið í þinni listsköpun ?
Þessi nálgun, og vettvangur, ljósmyndun úr bílum, er aðeins einn af mörgum. Heimildarljósmyndun og götuljósmyndun á ferðalögum erlendis voru og eru mér enn mikilvægir þættir. Í raun snýst þetta aðeins um áhuga og hugmyndir hjá mér, og þeim getur skotið niður í hinum fjölbreyttustu formum. En þar sem ég fór þessa leið í að fanga ásjónu landsins, er viðeigandi að nefna þau helstu vandamál sem mættu mér, og hvernig þessi nálgun er að mínu mati heppileg. Í fyrsta lagi er hristingur af völdum ójöfnum vegum, og er á köflum svo mikil að mikið átak þarf til að halda myndavélinni stöðugri. Ástæðan fyrir því að ég stillti ekki vélina til að taka mynd með vissu millibili, var sú að eina leiðin til að berjast við hristinginn, er að bíða þar til vélin dempast aftur í rétta sjónlínu. Annars væru stór hluti myndanna í svo rangri sjónlínu að ekki væri unnt að nota þær. Sömuleiðis var oft erfitt að útvega far, þar sem sumir bílstjórar villdu ekki farþega, eða voru þegar komnir með, og því var gott að hafa fleiri valkosti en að sötra kaffi í sólarhring á Reyðarfirði. - Verkefnið stendur nú í rétt rúmum 3 árum. Hófst handa haustið 2007.

Hvernig var að fá leyfi hjá þessum bílstjórum að fá að sitja í ?
Fyrirtækin sem veittu mér aðgang að farartækjum sínum, Austfjarðarleið, Flytjandi, KASK, Landflutningar, Netbus, SBA Norðurleið og Sterna, tóku vel í hugmyndina og var þetta því þeirra stuðningur við verkið. Svo var það undir hverjum bílstjóra fyrir sig komið hvort hann hefði áhuga á að leyfa mér að þvælast með. Ástæða þess hversu margir aðilar komu að verkinu, er sú að ef bílstjóri villdi ekki hafa mig með, varð ég að geta leitað annað. Sömuleiðis voru rúturnar að keyra mismunandi leiðir, á mismunandi tímum dags osfrv. Í raun var þetta eitt viðamikið púsluspil ýmissa þátta.

Hvað tók þetta verkefni langan tíma og hvað tókstu margar myndir ?
Ég veit að ég á um 200 000 ljósmyndir úr þessum keyrslum. Oftast voru ferðirnar púsluspil þar sem ég fór mikið fram og tilbaka. Keyrði frá Reykjavík til Akureyrar, og tilbaka daginn eftir. Eða til Hafnar og tilbaka. Sömuleiðis dvaldi ég oft fyrir austan, og var þá að keyra frá Egilsstöðum til Hafnar eða Akureyrar, og tilbaka með næsta bíl. Svo í heildina eru þetta kannski um 10-15 hringir ef ekki meira, þarf að taka þetta saman einn daginn. Í hvert sinn sem ég ek sem farþegi um landið, hef ég myndað, hvort sem eru stakar myndir af þeim stöðum sem ég endurtek reglulega, eða hundruðir mynda til að búa til video. Þetta verður viss söfnunarárátta ef verstu sort. -

Hvaða búnað notaðir þú í þetta ?
Fyrst notaði ég Nikon D70. Spegilinn gaf sig á Mývatni í blíðskaparveðri. Fékk ég þá lánaða Canon 30D hjá pabba mínum í nokkrar ferðir, en fékk mér svo notaða Nikon D200. Ég hafði mestmegnis notað 28 mm linsu, og fékk mér þá notaða gamla Manual Focus linsu, teipaði niður focusinn, og hef notað hana í mestan hluta verksins.

Var ekki erfitt að fá góða og skarpa mynd tekna út um bílglugga á ferð ?
Já og nei. Undir vissum kringumstæðum er skörp og skýr mynd ekki möguleg, né er hún nauðsýnleg. Birtan á ýmsum tímum er slík að mikilvægara er að gera henni skil og gefa þá tilfinningu sem henni fylgir, fremur en skýr og skörp mynd. Allt í þessum heimi má túlka í ljósmyndum, á svo fjölbreyttan hátt. Þetta var mín leið.

Hvaða stillingar á vélinni notarðu aðallega ?
Aðstæðurnar eru svo mismunandi, og því var ég sjaldan með eina fasta nálgun eða stillingu, að undanskildu því að taka alltaf á manual, og Þegar líða fór á verkið urðu þó stillingarnar hnitmiðaðri. Ljósopið bara nægilega stórt til að geta fryst landslagið, en haft ljósnæmið fremur lágt ef kostur var. Þetta er bara dæmi um þróun, mistök, tilraunir og lærdóm. Hraðinn var frá 1/2 sekúndu upp í 1/8000, það var svo gífurlega mismunandi eftir birtu, enda keyrði ég á öllum tímum sólarhrings og á öllum árstíðum. Eitt skipti keyrði ég Eyjafjörðinn snemma morgun í janúar, og dauf blá skíma var yfir svörtum fjöllunum, og það myndaði ég á mjög hægum hraða, en maður fær tilfinninguna fyrir þessari birtu í myndunum.

Hvað ætlar þú svo að gera með þessar myndir ?
Ég vann úr myndunum tvö myndbönd, hvort um sig 43 mínutur og 12 sekúndur-Innland og Útland. Í þessum myndböndum eru um 40 000 ljósmyndir, og sýna þau landslagið beggja vegna þjóðvegarins líða hjá með reglulegum árstíðar og birtubreytingum. Þetta er óslitin keyrsla sem spilast undir frumsömdu tónverki Daníels Ágústs Haraldssonar, en hann hafði fylgst með mér og þessu verki frá upphafi. Þessi myndbönd, ásamt miklu úrvali aukaefnis frá sérvöldum stöðum á landinu, slideshow, eldgosakeyrslu og heimildarmynd um gerð verksins, gaf ég út á DVD í sumar og er nú til sölu í helstu bókabúðum ásamt víðar.

Hliðarverk ef svo má kalla, eru þúsundir ljósmynda, þar sem hundruðir staða um landið sýna 2 eða 4 myndir frá þeim sama stað á mismunandi árstíð eða birtu eru stækkaðar og innrammaðar. Ég hélt sýningu á slíkum verkum á Vetrarhátíð á Höfn í apríl, og er mikill áhugi fyrir þeim myndum.

Ertu með heimasíðu þar sem hægt er að sjá afraksturinn ?
Á heimasíðunni- www.inlandoutland.com má sjá úrval mynda úr myndböndunum sem og samsettar myndir frá sömu stöðum.

Er eitthvað nýtt í farvatninu hjá þér ?
Nú þegar hef ég hafist handa við að mynda Snæfellsnesið og hluta af Reykjanesinu með sömu aðferð. Reynslan úr fyrra verki tryggir að nýja verkið verður mun skipulagðara, og styttra á milli mynda, en í fyrra verkinu voru um 3-7 sekúndur milli mynda, en eru nú nær 4 sekúndum að jafnaði. Sömuleiðis verður sérleg áhersla á Snæfellsjökulsþjóðgarðinn, og hefur þjóðgarðurinn komið að verkinu með samgöngum og gistingu.

En sömuleiðis legg ég nú áherslu á að kynna diskinn og þetta efni, ásamt því að sýna verkið. Í apríl sýndi ég á Vetrarhátíð á Höfn, í maí í Winnipeg á listahátíðinni Nunanow, og nú á Menningarnótt sýni ég verkið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni er báðum myndböndunum varpað upp á veggi, og tónverkið spilað undir. Hvet alla að koma og upplifa þessa sýn.

Svavar þakkar þeim fyrirtækjum sem studdu verkið, sem og þann fjölda fólks og vina sem lögðu honum lið með stuðningi, gistingu, keyrslum og jákvæðni. Þið vitið hver þið eruð.

 

Hér má sjá myndir sem Svavar tók á ferð sinni um landið, myndir sem teknar voru á ferð eingöngu út um hliðarrúðu.

 

 

 

 

 

 

   

Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf.   Síðumúla 12,   108 Reykjavík   GSM 898 3911   ljosmyndari@ljosmyndari.is   kt. 580108-1560