Neðansjávar myndatökur

Á meðan aðrir eru að mynda landslag, tekur Gísli Arnar myndir neðansjávar, þar er að vísu landslag, en mjög fáir hafa séð að með berum augum. Við skulum skyggnast undir yfirborðið, kafa djúpt og fá að vita allt um þetta spennandi áhugamál hans; neðansjávarmyndatökur.

 

Hver er maðurinn?
Ég hei

ti Gísli Arnar Guðmundsson, bý á Akureyri og er 37 ára gamall 2 barna faðir. Er vélfræðingur en starfa meðal annars við skaðlausar prófanir en það felst meðal annars í því að þykktarmæla stálskip eða ástandsskoða rafsuður.

Hvenær fórstu að taka ljósmyndir ?
Ég var snemma upptekinn af ljósmyndun og fannst ég þurfa að mynda allt það merkilega sem fyrir augu mín bar, það gat verið ósköp venjulegur mávur eða bara lítill foss í læk. En meistaraverk í mínum augum. Ég skildi nú aldrei mikið hvernig myndavélin virkaði þá en man þó að mig langaði mikið til að vita það. Ég á enn eftir að skella mér á námskeið, en mig langar mikið að fara á workshop erlendis, en það verður þó að vera í köldum sjó því þær krefjast meira af manni.

Hvar og hvenær tókstu fyrstu myndina neðasjávar ?
Árin 2007-2008 rakst ég á margar flottar neðansjávarmyndir á netinu og heillaðist. Ætlaði aldrei í dýran búnað en eftir mikin lestur og miklar pælingar, þá ákvað ég að ganga nánast alla leið án þess að hafa tekið eina myn
d neðansjávar. Keypti allt notað og er ennþá nokkuð sáttur við búnaðinn Þó verð ég að nefna að búnaðurinn sem ég nota er í raun langt í frá það besta sem völ er á en ágætis byrjun engu síður. Ég fór með félaga mínum á Svalbarðsströnd í Eyjafirði sumarið 2008 og smellti þar af nokkrum myndum fyrir utan hafnargarðinn, ákaflega óspennandi staður.

Hvaða búnað notar þú í þessar neðansjávarmyndatökur ?
Myndav
gísli

élin er Nikon D200 sem ég keypti eingöngu vegna þess hve sterkbyggð vélin er. Síðan var Aquatica hús úr áli sem er kanadískt fyrir vali og var áður í eigu Bandarísks ljósmyndara. Flössin keypti ég nýlega og eru þau frá Sea&Sea. Linsuúrvalið er því miður ekki merkilegt sem stendur, nikkor 10,5mm f2.8 og Sigma 20mm f1.8 svo notaði ég 60mm og 105mm macro um tíma. Næstu linsur verða líklega tokina 11-16 f 2,8 og Tamron 90mm f 2,8

Er ekki frekar erfitt að fá góða og bjarta mynd sem tekin er neðansjávar ?
Á Íslandi
er raunin því miður oftast sú en auðvitað ekki ef aðstæðurnar eru réttar sem geta komið upp stöku sinnum, tær sjór, mikil sól og myndað á grunnu vatni, því um leið og dýpra er farið minnka litirnir sem og birtan. Á Íslandi er sjórinn frekar litaður eða óhreinn, þó ekki í þeirri merkingu að hann sé mengaður heldur er mikið líf í hafinu í kringum Ísland sem gerir hann grænleitan og þar af leiðandi erfitt að ná góðri mynd. Mér dettur í raun ekki í hug neinar aðstæður sem gætu talist erfiðari til myndatöku en einmitt neðansjávar en kannski yfirsést mér eitthvað í þeim efnum. En auðvitað eru aðstæðurnar líka misjafnar, ekki er hægt að bera saman fjöruköfun á sólríkum degi eða 30-40 metra köfun að vetrarlagi.

Hvað með stillingar á vélinni ?
Vélin er reynd til hins ítrasta, ljósop yfir 4 eða hraði yfir 100 er sjaldséð þegar flössin eru skilin eftir. Sjálfur fer ég helst ekki ofar en 400 ISO því D200 býður raunverulega ekki betur á því sviði, þess vegna renni ég hýru auga til nýju módelanna þar sem bú
ið að er betrum bæta ljósnæmið svo um munar. Ég notast bara við Prime linsur með mikið ljósop, en því miður þegar hraðinn er orðin svona lítill og linsan fullopinn er lítið um myndgæði. White Balance er á auto því ég tek í RAW. Erfiðast er að eiga við flössin, því oft þegar ég er búin að stilla þau er viðfangs efnið farið sína leið og ég komin úr jafnvægi, annað hvort á leiðinni upp eða niður!! Það er lítið mál að öfunda ljósmyndaranna í rauða hafinu, berhentir og enginn þurrgalli!

Hvaða staðir á landinu eru í miklu uppáhaldi fyrir neðansjávarmyndatöku ?
Þeir eru mar Nesgjá í Kelduhverfi

gir en þó verð ég að nefna Skjálfandaflóa fyrir norðan, þarna hef ég kafað með stærsta dýri jarðar, steypireyð, hraundröngum sem rísa frá 40 metra dýpi og upp á yfirborð. Kafað við Lundey og Brekann en þar eru fengsæl fiskimið. Svo eru Kinnafjöllinn bara svo falleg, það eru forrréttindi að fá að kafa við þau. Mig langar mikið að skella mér niður við Kolbeinsey og Mánareyjabrekann, reyndar á ég eftir að kafa svo ótrúlega víða að líklega endist mér ekki öll ævin til að kanna öll þau svæðis semég hef augastað á!

Hefur þú kafað að skútunni sem liggur á Pollinum á Akureyri, sem fáir vita um ?Já margoft og þarna er um fornminjar að ræða en ekkert hefur verið gert til að reyna vernda það. Dæmigert fyrir okkur íslendinga. Ég hef til dæmis sent pósta á Akureyjarbæ og Minjasafnið um að mynda flakið fyrir þau en annað hvort fengið þau svör að það sé ekki á dagskrá eða hreinlega engin svör fengið. Klárlega ein af betri köfunum ef skyggnið er gott, sem ég lendi alltof sjaldan í. (sjá 3 myndir hér fyrir neðan)

Lístu því fyrir okkur hverjar eru þær verstu aðstæður sem þú hefur lent í neðansjávar ?
Tel mig hafa verið nokkuð heppinn því ég þarf virkilega að hugsa til baka til að finna atvik þar s
em ég tel mig hafa verið í alvöru hættu. Hinsvegar m an ég oft eftir innilokunarkennd eða lofthræðslu eins furðulega og það hljómar.  En það verður að segjast að næturkafanir eða kafanir í höfnum geta oft verið ansi óhugnalegar því skyggnið getur verið aðeins í seilingarfjarlægð, botninn algjör drulla þar sem þú getur verið komin hálfa leið ofaní áður en þú áttar þig á því! Engu síður eru næturkafanir eftirsóknarverðar því þá kemur lífið fram úr holunum.

Ertu alltaf með myndavélina með þér þegar þú ert að kafa ?
Já, nema einu sinni og það gerist ekki aftur, þá fórum við í skútuna og áttum von á því að skyggnið yrði aldrei verra en eimitt þennan dag, því miklar leysingar voru rétt á undan og aðstæður ofansjávar buðu ekki uppá miklar væntingar. Hinsvegar þegar við komum á c.a. 6 metra dýpi var sem einver kveikti á risastórum kastara og flakið sást nánast í allri sinni dýrð. Ég öskraði innra með mér!!

Ferðu alltaf með einhverjum þegar þú kafar ?
Já í 99% tilvika, auðvitað freistast maður til að sólókafa einstaka sinnum, en þá er um fjörukafanir að ræða við bestu aðstæður. En ég mæli þó ekki með þeim!!

 

Hvað ber helst að varast í svona myndatökum ?
Fyrst og fremst að setja búnaðinn rétt saman því það er dýrt að drekkja vélinni, hundahár eða ónýtur O-hringur geta hæglega valdið miklum skaða, annars mæli ég með að prófa flössin á yfirborðinu því það getur verið mikil vonbrigði að uppgvöta það á 25metra dýpi að rafhlöðurnar séu ónýtar. Einnig hef ég verið að reyna sjá fyrir mér köfunina fyrirfram en alltof oft kemur hún manni algjörega á óvart sem er auðvitað bara ánægjulegt.

Einhver heilræði í lokin fyrir þá sem eru að huga að því að fara að kafa og mynda ?
Sjáfur hélt ég að allar þær fortölur sem ég las á netinu, um að til að ná árangri þyrf
ti að minnst x margar kafanir, væru bara til að hræða mann, en þó manni slysast annarslagið til að ná góðri mynd þá myndi ég halda að þegar kafari hefur masterað Boyancy eða flotjöfnun, og Awarness fyrir félaganum, þá fyrst er hægt að fara stunda ljósmyndun af fullri alvöru. Það er svo auðvitað einstaklingbundið. Fljótlega eftir að ég keypti vélina og húsið, skellti ég mér á námskeið sem einn af okkar fremstu köfurum á Íslandi stóð fyrir. Hann fékk til sín Amerískan kennara frá GUE ( Global Underwater Explorers ) sem tók 8 íslenska kafara í bakaríð og kenndi okkur DIR köfun ( DO IT RIGHT ). Þetta kerfi var sett saman af hellaköfurum þar sem kafari þarf að hafa allt sitt á hreinu.

Hvað með framtíðina ?
Því miður fór sumarið nánast framhjá mér vegna vinnu en hún vill alltof oft flækjast fyrir manni, einnig hef ég verið að koma mér upp aðstöðu fyrir köfunina en hún verður vonandi klár næsta sumar. Framtíð
in er björt, ég kafa mikið með Erlendi Guðmundsyni en hann er búin að kafa í 26 ár og ef eitthvað er þá virðist áhuginn bara aukast hjá kallinum, hann hefur verið að taka flott neðansjávar myndbönd og er bara hægt að læra á því að vera í kringum hann!

Ertu með vefsíðu þar sem hægt er að sjá þessar myndir ?
Ég er bara með flickr.com/gassa en vonandi get ég sett upp almennilega síðu síðar.

3 myndir af skútunni sem liggur á Pollinum á Akureyri eru eru lengst til hægri.

 

Ljósmyndað í Silfru ( mynd Erlendur Guðmundsson )

Bertálkni í vörn!

Bertálkni.
Steinbítur í leyni undir Arnarnesstrýtunum!


Horft eftir skipinu, líklega stytturnar sem sjást þarna en þær tengjast svo við dekkið

Stýrið?

við sjáum í blökkina í endann sem hefur líklega tengst með spotta í mastur

Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf.   Síðumúla 12,   108 Reykjavík   GSM 898 3911   ljosmyndari@ljosmyndari.is   kt. 580108-1560