Reglur myndasafns
HVAÐ GETUR ÞÚ SEM SKRÁÐUR NOTANDI GERT:
- Hlaðið inn allt að 100 myndum
- Búið til 5 mismunandi myndaalbúm
- Sett leitarorð á myndirnar þínar
- Gefið myndum annarra stig
- Skoðað myndir annarra notenda
- Skrifað umsögn um myndir annarra notenda
- Valið þínar uppáhaldsmyndir úr safni notenda
- Séð nýjustu myndirnar
- Séð vinsælustu myndirnar
- Séð stigahæstu myndirnar
- Séð umsagnir annarra á öllum myndum
LEIÐBEININGAR:
Hvernig set ég inn mynd ?
Ef þú ert innskráður notandi þá byrjar þú á því að búa til albúm og gefur því eitthvert nafn.
Svo ferðu í "að setja inn myndir" og velur þar albúmið sem myndin á að fara í. Þú getur búið
til nokkur misunandi albúm, fyrir mismunandi myndir.
Hvað gerist ef ég hef óvart gleymt að velja albúm ?
Ef þú hefur gleymt að velja eitthvað albúm þegar þú settir inn mynd, þá mun myndin birtast
fyrir neðan öll albúmin sem komin eru. Það er einfalt að færa myndina í albúm. Þú ferð inn
á " mínar myndir og þar sérðu allar myndirnar þínar. Til hægri eru aðgerða táknmerki og þú
smellir á "breyta". Þá færðu upp myndina og getur valið að setja myndina í viðeigandi albúm.
Muna svo að vista aðgerðina.
Hvernig virka leitarorðin ?
Þegar þú setur inn myndir, þá getur þú sett inn nokkur leitarorð við myndina. Vinsamlega
notaðu viðeigandi orð, ekki hafa kommu á milli orðana. Það er hægt að breyta og bæta við
leitarorðum eftir að myndin er komin inn.
Hvernig get ég valið uppáhaldsmyndirnar mínar. ?
Ef þú smellir á mynd sem þú vilt gera að uppáhaldsmynd, þá skaltu smella á gulu stjörnuna.
sem er rétt fyrir neðan myndina. Þú getur valið eins margar myndir og þig langar.
Varðandi stigagjöf og umsagnir mynda:
Það er ágætisregla að fyrir hverja eina mynd sem þú setur inn, þá skrifar þú umsögn
um a.m.k. eina mynd. Þá myndast ágætis jafnvægi í umsögnunum. Varðandi stigagjöfina,
þá tekur það ekki langan tíma að gefa t.d. 10 myndum stig.
ATH. !
Nafn myndar (filname) má ekki vera lengra en 10 stafir.
Hver mynd má ekki vera stærri en 3 megabæt.
Allar myndir eru sjálfvirkt minnkaðar niður í 640 pix × 480 pix.
Ekki er tekin ábyrgð á þvi að myndir detti út eða eyðist af vefsíðunni.
Skráður notandi má eingöngu setja inn myndir sem hann hefur tekið.
Myndir mega ekki innihalda atriði sem særa blygðunarkennd almennings.
Myndum sem brjóta í bága við lög verður eytt út tafarlaust.