Nýjustu umsagnirnar eru efstar á síðunni | ||
|
||
Ég fór á 3ja daga námskeið fyrir Canon EOS hjá Pálma. Í stuttu máli sagt var ég mjög ánægður með námskeiðið. Ég hafði á sínum tíma lært um ljósop, hraða, ljósnæmni og allt það á tímum 35mm filmunnar, en vantaði að tileinka mér nútíma tækni stafrænnar myndatöku. Þetta námskeið hentaði mjög vel til þess. Farið var vel í öll grunnatriði varðandi digital ljósmyndum og hvernig við gætum notað myndavélina okkar á sem bestan hátt. Þessar vélar eru í raun með mjög mörgum stillingum og "fídusum", en Pálmi hjálpaði okkur að greina vel hvað það er sem skiptir máli og hvað er minna mikilivægt. Hann fór mjög vel í agaðan framgangsmáta við töku mynda, þ.a. sem bestur árangur náist. Mér fannst líka mjög áhugavert það sem hann kenndi okkur um LightRoom-forritið og sölu á myndum. Námskeiðið var mjög vel sett upp og passlega hratt farið yfir námsefnið, þó aldrei hraðar en svo að tími gæfist til að svara spurningum og ræða málin í þaula. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og stefni á að fara á fleiri námskeið hjá Pálma. Takk fyrir mig Pálmi Kristján Halldórsson, rafmagnsverkfræðingur |
||
|
||
Ég skellti mér á 3 daga námskeið hjá Pálma núna fyrir stuttu og verð að lýsa ánægju minni með námskeiðið. Ótrúlega hnitmiðað og flott framsett, myndavélinni gerð góð skil ásamt myndbyggingu og svo get ég lengi talið. Það leynir sér ekki að Pálmi hefur gert þetta áður og flæðir námskeiðið þægilega og fagmannlega í gegn. Ég lærði gríðarlega mikið á þessu og get mælt 100% með þessu námskeiði fyrir alla. Svo var þetta einhvernveginn svo afslappað og skemmtilegt. Fannar Freyr Bjarnason sjómaður |
||
|
||
Ég fór á námskeið hjá Pálma síðastliðin vetur til að læra á Lightroom forritið og var ég mjög ágnæður með það. Hann fór í gegnum allt forritið mjög vel og það sem var einna best var að ef maður þurfti að spyrja um eitthvað var bara stoppaðog spurningunni svarað skilmerkilega. Ég er búinn að nota forritið töluvert síðan að námskeiðið var og það sem ég kann er Pálma að þakka. Ég mæli hiklaust með Þessum námskeiðum hjá honum. Guðlaugur B Birgisson Neskaupstað. |
||
|
||
Ég fór á ljósmyndanámskeið til þess að læra betur á myndavélina mína. Ég er rífandi ánægð með þetta námskeið og lærði mun meira en ég átti von á. Kennsluefni var mjög gott og kennarinn frábær. Mæli hiklaust með þessu námskeiði. Anna María Einarsdóttir, kafari Marbendill köfunarskóli. |
||
|
||
Námskeiðin hjá þér eru frábært. það eru margir vina minna sem ég hef sagt frá námskeiðunum og komið hafa til þin eru mjög ánægðir.. Ég held að þú sért bestur. Það er orðin nokkuð langt síðan ég mætti á fyrsta námskeiðið hjá þér. Við systkinin gáfum bróður okka í afmælisgjöf gjafabréf í kennslu á myndavél og lightroom hjá .Síðan komi félagar okkar út Gullsmáranum í Kópavogi og eru þeir allir ánægðir. Við erum öll búin að læra heilmikið þökk sé þér. Marsibil Tómasdóttir |
||
Ég fór á námskeið hjá Pálma í byrjun þessa árs til að læra á nýju Canon EOS myndavélina mína og ég verð að segja eins og er að þetta námskeið er frábært í alla staði. Pálmi kennari er frábær og kennslan er frábær. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði. Bryndís Þorkelsdóttir Leiðsögumaður |
||
Ég er búinn að fara á námskeið hjá Pálma bæði til að læra á myndavélina og svo líka til að læra á Lightroom forritið, ég er mjög sáttur með framsetningu á efninu á námskeiðunum og hef haft mikið gagn af námskeiðunum og svo hef ég kennslugögnin til að fletta upp þegar ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera bæði í sambandi við myndavélina og eins þegar ég er að vinna í Lightroom. Eftir námskeiðið um Canon vélina þá áttaði ég mig á því hvað ég kunni lítið á myndavélina og var ekki að nota þá möguleika sem myndavélin hafði upp á að bjóða. Þessum tíma sem fór í námskeiðin var vel varið. |
||
|
||
Ég fór á þriggja kvölda námskeið hjá Pálma til að læra hvernig ætti að nota EOS vélina sem ég var búin að eiga í nokkurn tíma. Það er ósköp þægilegt að nota bara „græna“ takkann og stundum slysaðist maður til að taka nokkuð góðar myndir. En mig langaði að læra hvernig ætti að nota allar hinar stillingarnar. Námsskeiðið var vel skipulagt, ekki of stór hópur, námsgögnin frábær og hafa nýst mér vel eftir námskeiðið. Pálmi er góður kennari og þolinmóður, og útskýrði efnið þar til allir voru komnir á sömu blaðsíðu. Námskeiðið opnaði mér nýjan heim af möguleikum EOS vélarinnar og svo fékk maður kynningu á Lightroom forritinu, sem er frábært og nú stefnir maður á að fara á það námskeið. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði, það er ekki nóg að hafa góð tæki, það þarf að kunna að nota þau ! Baldur Árnason, ellilífeyrisþegi |
||
Varðandi Lightroom námskeiðið sem ég sótti til þín er ekkert nema gott um það að segja, fræðandi og góður kennari (nú er ég ekkert að skruma) og hefur það nýst mér vel, haltu áfram með svona námskeið. Mér tókst að senda tvo félaga mína til þín á ljósmyndanámskeið nú í haust og voru þeir afar ánægðir og það sem er hjá þér er að þú hefur yfirsín yfir þína nemendur, þar sem þú hefur ekki það marga í hvert sinn. |
||
Ég sótti þriggja kvölda námskeið um ljósmyndun á Canon-vélar hjá Pálma Guðmundssyni ljósmyndara og get ég mælt með því námskeiði. Fyrsta kvöldið voru grunnatriði ljósmyndunar útskýrð; stillingar á hraða, ljósopi og ISO. Nokkuð erfitt er að skilja hvernig best sé að stilla hraða og ljósop myndavélar við mismunandi tökuskilyrði en ég sá ekki betur en að öllum nemendum tækist að átta sig á þessu á einni kvöldstund og sjá hversu miklu betri ljósmyndarar þeir verða ef þeir gefa þessum stillingum gaum í stað þess að nota vélina á sjálfvirkan hátt. Næsta kvöld var notað til að skoða ,,fídusa“ myndavélarinnar, nokkuð sem að sjálfsögðu er hægt að læra með því að lesa leiðbeiningarbæklinginn en fæstir nenna gera. Þessi yfirferð var mér mjög gefandi og svaraði mörgum spurningum. Þriðja kvöldið var fjallað um vinnslu, vistun og utanumhald mynda. Þar var sagt frá ýmsum leiðum til að halda utan um myndirnar sínar en sérstaklega fjallað um forritið Light Room sem ég er ákveðin í að sækja sérstakt námskeið til að læra á. Einnig var sagt frá leiðum sem áhugaljósmyndarar hafa til að koma myndum sínum á framfæri og selja þær. Þetta síðasta kvöld var einnig svolítið fjallað um listræna hlið ljósmyndunar, þ.e. hvað það er annað en rétt notkun myndavélarinnar sem gerir ljósmyndir góðar og grípandi. Mér þótti kennarinn fara vel og skipulega yfir efnið, sem var talsvert umfangsmikið, og sá ekki betur en að tekið væri fullt tillit til allra getuhópa, þá sem lítið kunna, þá sem koma til að rifja upp fyrri þekkingu og alla þar á milli. Björg Árnadóttir MA í Uppeldis- og menntunarfræðum |
||
|
||
Þetta þriggja kvölda Canon ljómyndanámskeið var mjög líflegt og skemmtilegt. Ég hef til þessa aðeins tekið myndir á litlar vélar og síma en vildi fá tilsögn frá byrjun með nýju Canon vélina mína. Sé ekki eftir því. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem til þessa hafa haft vélina sína stillta á AUTO. Þórður Magnússon Sjúkraþjálfari |
||
|
||
Ég fór fyrst á námskeið hjá Pálma 2011 og þá á EOS námskeið. Hafði verið að fikta við að taka myndir á milli 50 og 60 ár og hélt kanske að ég kynni eitthvað í þessum fræðum en komst fljótt í raun um að það vantaði mikið upp á það. Sérstaklega hvað varðaði stafrænu byltinguna. Og þegar fram liðu stundir þá fannst mér mikið vanta upp á að myndasafnið væri nógu skipulagt og þægilegt að fletta upp í því og hafði því samband við Pálma og ráðlagði hann mér að kynna mér Lightroom til að halda utan um safnið. Því varð úr að ég skráði mig á 2ja kvölda Lightroom námskeið í haust og varð ekki fyrir vonbrigðum. Því fyrir utan utanumhaldið á myndunum komst ég að því að myndvinnslan í Lightroom var mikið þægilegri en í Photoshop sem ég hafði notað áður. Það eina sem ég varð fyrir vonbrigðum með var að mér fannst að námskeiðið hefði mátt vera fleiri tímar, en þar er nú líklegra að aldurinn ráði einhverju um. 75 ára kall er ekki jafn fljótur að innbyrða fræðsluna eins og þeir sem eru 40-50 árum yngri. Ég hefði þurft að fá eitt kvöld í viðbót til að fara yfir það sem við vorum að gera á námskeiðinu. En kennslan hjá Páma var fín, ekkert út á það að setja, allt sett skýrt og skilmerkilega fram. Það var bara karlinn sjálfur sem átti að meðtaka fræðsluna sem var kanske ekki alveg í lagi. Ásgeir Metúsalemsson eftirlaunaþegi. |
||
Mæli hiklaust með námskeiði hjá Pálma.
Sigrún Jónsdóttir sjúkraliði. |
||
|
||
Ég er grafískur hönnuður og ljósmyndun er eitt af áhugamálum mínum. Fékk góða innsýn í möguleika Lithtroom forritsins hvað varðar flokkun og skipulag ljósmynda, sem var orðið svolítið vandamál hjá mér. Einnig eiga myndvinnslumöguleikarnir eftir að koma að góðum notum í mínu fagi. Takk fyrir gott námskeið Pálmi.
Magnús Óskarsson Grafískur hjönnuður |
||
|
||
Ég hef sótt þrenns konar námskeið hjá Pálma og hvert öðru betra. Byrjaði á þriggja kvölda námskeiði og lærði m.a. að sleppa tökum á þessu græna (auto) og öðrum fyrirsjánlegum stillingum á nýju og jafnframt fyrstu alvöru myndavélinni minni. Av og Tv voru mér ekki lengur framandi hugtök og bak við sérhverja stillingu földu tækifærin sig í ljósmyndun. Hvílík opinberun! Í kjölfar þessa námskeiðs fannst mér ekkert annað koma til greina en að skrá mig á fjarkennslunámskeið og halda áfram að svolgra í mig fróðleikinn. Tölvan og ég runnum nánast saman í eitt á tímabili. Þriðja námskeiðið setti punktinn yfir i-ið. Þá arkaði Pálmi með nemendur sína „ud i det blå“ og við áttum að halda okkur við ákveðin þemu í myndatökunni. Síðan var afraksturinn sendur til Pálma sem rýndi í sérhverja ljósmynd og við fengum afar uppbyggilega gagnrýni, hvað væri gott og hvernig hefði mátt gera betur. Ég tek undir orð ljósmyndavinar míns þegar hann segir að sæma ætti Pálma riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til ljósmyndunar á fallega, bláa landinu okkar. Hallfríður ingimundardóttir |
||
|
||
Undirrituð sótti í haust 2ja daga byrjendanámskeið í Lightroom á vegum Ljosmyndari.is. Námskeiðið var vel skipulagt bæði hvað varðaði inntak og tíma. Eftir almenna kynningu á forritinu voru nemendur leiddir gegnum grundvallaratriðin með verklegum æfingum. Lightroom er aðgengilegt forrit fyrir vinnslu og flokkun mynda. Námsgögn frá kennara hafa nýst mér vel og það er ánægjulegt að geta bætt myndefnið og ekki síður að að gera það aðgengilegt eftir áralanga óreiðu. Þökk sé Lightroom-forritinu og Pálma Guðmundssyni. Sigríður Pálmadóttir tónlistarkennari |
||
|
||
Í sannleika sagt opnuðust mér nýjar víddir á þessu námskeiði undir prýðilegri leiðsögn Pálma. Áður hafði eg ekki hálft not af myndvinnsluforritinu og þó að eg sé enginn sérfræðingur, tel eg ótvírætt, að eg hafi tekið stórstígum framförum. Þarna sannaðist hið fornkveðna, að sá kennir öðrum, sem betur kann. Þökk fyrir mig. Ágúst H. Bjarnason |
||
|
||
Fyrir mér var þetta eins og sjá ljós í myrkrinu, er búin að vera að taka myndir í mörg ár en í fyrsta skipti skildi ég notkunina á öllum hinum tökkunum umfram auto stillinguna. Þó svo að námskeiðið væri einungis tvö kvöld þá náði ég smá skilning á hvernig á að stilla myndavélina við hin ýmsu ljósmyndatækifæri þar sem hægt er að gefa sér tíma til að stilla vélina þannig að myndgæðin verði sem best. Ég hef aðeins náð að nýta mér þetta, aðalega við myndatökur úti í náttúrinni og hef haft mikið gaman af því að prufa stillingar við tökur af tunglinu. Sem betur fer þá er kennarinn frekar þolinmóð manneskja sem gaf sér tíma til að endurtaka efnið þannig að það myndi ná að sýast inn, því þar sem þetta efni var algjörlega nýtt fyrir mér þá tók smá tíma að skilja hugtökin og virknina. Guðný Sigurðardóttir Fjármálastjóri |
||
|
||
Vel skipulagt og áhugavert Lightroom námskeiði, sem hefur nýst mér vel. Er byrjaður að vinna í að koma skipulagi á ljósmyndaóreiðuna. Lightroom er flott verkfæri til að halda utan um myndasafnið og þar kemur námskeiðið að sérstaklega góðum notum. Gangi þér vel í framtíðinni. Ég á eflaust eftir að sækja fleiri námskeið hjá þér og mæla með þér sem kennara. Valdimar Ingi Gunnarsson Sjávarútvegsþjónustan ehf. |
||
|
||
Ég fór á námskeið hjá Pálma sem ég frétti af í ljósmynda og tölvubúð í mjóddinni. Ásgeir Gunnarsson kennari á Bíltæknibraut Borgarholtsskóla |
||
|
||
Ég hafði heyrt að Lightroom væri gott forrit til að halda utan um og vinna myndir. Ég hafði skoðað það en enga tengingu náð við það. Ég fór á tveggja kvölda námskeið hjá Pálma og þar opnaðist fyrir mér nýr heimur í umsýslu með myndasafnið mitt. Þeim tíma var vel varið.
|
||
|
||
Ég er búinn að vera haldinn ólæknandi ljósmyndadellu s.l. 20 ár eða svo og taldi mig vita eitt og annað um ljósmyndun. Takk fyrir mig Pálmi. |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið hjá Pálma í notkun Canon EOS véla. Ég er búinn að eiga Canon vél í mörg ár fyrst filmu vél og svo keypti ég EOS digital vél fyrir nokkrum árum. Ég tek mikið af myndum og hef alltaf verið að prófa mig áfram með AV og TV stillingar en aldrei náð takti við þessi hugtök Ljósop – Hraði – ISO – WB – AF Einn vinnufélagi minn hafði farið á námskeið og lét vel af og ég ákvað að smella mér líka á þriggja kvölda námskeið. Eftir þetta námskeið hefur myndavélin mín aldrei verið stillt á Auto núna veit ég hvenær ég á að stilla á ljósop og hvenær ég á að velja hraða. Þessum þremur kvöldum hefði ég ekki geta varið betur. Myndirnar mínar eru allt aðrar og betri. Ég mæli með því við alla mína vini að fara á þetta námskeið ef þeir hafa áhuga að taka betri myndir. Gísli Jónsson |
||
Ég var svakalega ánægð með námskeiðið sem ég fór á og er mun öruggari þegar eg nota þessa fínu græju sem ég á :) Langar að koma einhverntímann aftur og læra meira! Birta Sif Melsteð |
||
Námskeiðið var framar öllum vonum og voru væntingarnar töluverðar. Nú er ég óhræddur við að fikta og prófa allar stillingar hef vélina nánast alltaf stillta á manual og er alltaf að verða sáttari og sáttari með árangurinn. Þökk sé tilsögninni og verkefnunum sem við fengum. Ingvar Ingvarsson |
||
Ég var á námskeiði hjá Pálma síðastliðið vor og lærði mikið um þá möguleika sem myndavélin mín bíður upp á. Síðan þá er ég hætt að nota auto stillingar og notast meira við birtu og litstillingar en ég gerði áður. Á einni gönguferð minni síðastliðið sumar urðu mér á mistök er ég breytti óvart WB á vélinni minni þegar ég var á ferð meðfram Markarfljótsgljúfrum. Eftir að heim var komið hafði ég samband við Pálma sem leiðbeindi mér um hvernig ég gæti lagað myndirnar í Photoshop svo þær fengu eðlilegan lit að nýju. Anna K. Kristjánsdóttir |
||
Ég var á eins dags námskeiði, þar sem kennd voru grundvallaratriði í ljósmyndun með Canonmyndavél að vopni.Farið var yfir uppbyggingu myndavélarinnar og kennt, hvernig ætti að nota hana. Virkileg gefandi námskeið fyrir byrjendur. Gæti vel hugsað mér að fara aftur á þriggja til fimm daga námskeið og læra meira. Kennslan var bæði lifandi og skemmtileg og framsetning góð.Námskeið sem vert er að mæla með. Jón Aðalsteinn Jóhannsson læknir |
||
Það opnaðist fyrir mér nýr heimur! Nú get ég tekið góðar myndir við hin ýmsu birtuskilyrði. Slepp við að nota flass í flestum tilvikum. Myndir af fólki eru náttúrlegri hvort sem þær eru teknar úti eða inni, að kvöldi eða degi. Davíð Kristjánsson 47 ára verslunarmaður |
||
Námskeiðið var mjög lærdómsríkt, sjálfstraustið á notkun myndavélinnar jókst til muna, nú veit ég miklu, miklu meira um hvað hægt er að gera og hvernig myndavélin virkar, þannig að maður er óhræddur við að prófa og gera tilraunir. Eftir námskeiðið langar mig helst að vera með myndavélina alltaf á mér og takar myndir af nánast .... öllu. Þess fyrir utan er maður farinn að horfa á umhverfið sitt öðrum augum ... hvernig það gæti litið út í gegnum linsu myndavélinnar. Maður er því stöðugt að taka myndir, hvort sem maður er með myndavélina á sér eða ekki. Helgi Helgason. |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið hjá Ljósmyndara.is í notkun EOS véla og var ég búinn að vera fastur í Auto eða Forstilltum stillingum á minni vél en undir leiðsögn Pálma þá var farið vel í stillingar vélarinnar og myndbyggingu Ljósop hraða og tíma val á linsum ofl þá var okkur kennt allt um jpg og raw vistun munin þar á og grunnvinnslu raw skráa. Eftir námskeiðið er ég alls óhræddur við að prufa mig áfram með allskyns stillingar á vélini minni og þó ég segi sjálfur frá þá hafa myndir mínar farið batnandi en það er mjög gott að eftir námskeiðið er maður öruggari með sig gangvart vélini og áttar sig á að takkarnir og stillingarnar eru til að nota og skemma ekkert þó maður breyti einhverjum stillingum :) Í framhaldi af þessu námskeiði sem ég var mjög ánægður með, ákvað ég að taka 3 daga námskeið í Photoshop og þar var farið mjög þægilega gegnum PS og helstu atriði kennd eins og layers og minnka myndir litleiðretting WB unnið í noise og Sharpening ofl ofl myndir unnar úr RAW skrám lagaðar til og vistaðar í JPG og hefur þetta hjálpað mér mikið við að laga myndir eftir að ég fór að taka í raw formati eingöngu og fer Pálmi mjög vel yfir efnið og ef eitthvað er ekki að ganga upp þá staldrar hann við og fer aftur yfir þaðþ Er mjög ánægður með námskeiðin hjá Pálma sem fer mjög vel yfir helstu atriði og er ég miklu ákveðnari með vélina en áður Guðmundur Hj Falk |
||
Frábært námskeið með mjög áhugaverðu og hnitmiðuðu efni. Skemmtileg skilaverkefni og kennarinn hélt manni við efnið allan tímann. Björk Ölversdóttir Tölvunarfræðingur |
||
Ég fékk mér CANON EOS 500D, ég var ákveðin að fara á námskeið til að læra á svona græju, mér var bent á Pálma og mæli ég 100 % með þessu námskeiði, ég lærði heilan helling þar, að eiga flotta vél er no 1,2,og 3 er að kunna að taka myndir og það lærir maður hjá Pálma. Það er vel farið yfir alla vélina og spurningum svarað af fagmanni. Mjöll Daníelsdóttir/ Hárgreiðslumeistari |
||
Hafði aldrei haft almennilega tilfinningu fyrir því hvernig myndavélin virkar. Ef ég tók góða mynd var það yfirleitt fyrir slysni og samt burðaðist ég með myndavél hvert sem ég fór hvort sem það voru fjölskylduboð, fjallaferðir, útilegur eða önnur ferðalög. Keypti SLR vél fyrir 5 árum. Þóttist taka miklu betri myndir í kjölfarið en eftir að hafa farið á námskeiðið hjá Ljósmyndari.is (ljósmyndabækurnar lágu á náttborðinu, ólesnar) þá uppgötvaði ég "nýja" myndavél. Myndavél sem ég kunni á og góðar myndir urðu ekki lengur til fyrir tilviljun. Sérstaklega fannst mér lærdómsríkt "ljósmyndamaraþonið", þar sem allir þátttakendur fá þema sem þeir vinna með og svo fengu allir gagnrýni frá samnemendum og auðvitað kennaranum.
Matthías Sigurðarson
|
||
Ég fékk mína fyrstu myndavél í fermingargjöf fyrir 57 árum síðan. Ég tók þessa myndavél með mér í sveitina og notaði hana talsvert. Síðan hefi ég tekið myndir án þess að afla mér nokkurrar þekkingar. Nú, Þegar starfsæfinni fer að ljúka hef ég, að ég tel, fundið verkefni þar sem ég get haldið við bæði líkama og sál. Ljósmyndun gefur mér ástæðu til þess að leita að efni til ljósmyndunar, hvort sem er úti í náttúrunni eða í bæjarlífinu.Þannig fæ ég hreyfingu. Ljósmyndun gefur mér einnig tækifæri til þess að vinna þær myndir sem ég tek t.d. þegar ekki viðrar til útimyndatöku. Gallinn var bara sá að ég kunni ekki neitt til verka. Því ákvað ég að byrja á stuttu námskeiði hjá Pálma Guðmundssyni. Og það er ekki að spyrja að því: Úr álögum fékk ég mig leystann, áfram gengið gat minn veg. Námskeið þetta kveikti neistann, við Nestors Pálma fyrsta skref. Ásgrímur Jónasson Rafmagnsiðnfræðingur. |
||
Það hefur verið draumur lengi að eignast alvöru myndavél og læra að taka flottar myndir. Þegar ég loksins eignaðist myndavélina fór ég á námskeið fyrir Canon EOS vélar hjá Pálma. Þar sem ég kunni hreinlega ekki neitt á myndavélina var ég örlítið kvíðin að mæta á námskeiðið en áhyggjur mína voru óþarfar og lærði ég ótrúlega mikið. Núna kann ég helstu atriði ljósmyndunar og get notað vélina eins og á að gera. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja læra á sína Canon EOS vél. Bára Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri |
||
Þriggja daga kvölda ljósmyndanámskeiðið hjá Pálma var gagnlegasta og skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á. Pálmi mætir nemendunum hvar sem þeir eru staddir, hvort sem þeir eru algerir byrjendur eða heldur lengra komnir. Námskeiðið nýtist strax frá fyrsta degi og Pálmi er tilbúinn að hjálpa nemendum eftir að því líkur, sem er mjög mikils virði. Harpa Jónsdóttir Listakona |
||
Ég fór á námskeið hjá Pálma í júní 2010. Þetta var 4 daga Canon námskeið. Ég hafði eignast Canon vél rúmu ári áður. Námskeiðið var í alla staði mjög gott. Tíminn vel nýttur og skipulag gott. Pálmi hefur lag á að koma efninu frá sér á einfandan hátt. Ég hafði persónulega mjög gott af þessu. Nú kann ég mun betur á vélina og nota stillingar óspart. Tek mikið af myndum. Mæli með námskeiði hjá Pálma. Sigurjón Sig., tannlæknir. |
||
Ég fór á canon námskeið hjá Pálma. Námskeiðið nýttist mér vel á þann hátt að ég fór að vanda mig meira við að taka myndirnar og hugsa um myndbyggingu. Ég lærði líka á stúdíómyndatöku og margt um aukabúnað. Einnig skiluðum við inn myndum til Pálma sem hann svo gagnrýndi. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði hvort sem er á canon vél eða aðra tegund.
Sveinn Heiðar Kristjánsson, 17 ára nemi. |
||
Ég get hiklaust mælt með Photoshop námskeiði hjá ljosmyndari.is. Ég kunni akkúrat ekkert á forritið þegar ég byrjaði á námskeiðinu. Pálmi fór einstaklega vel yfir alla hluti og það var alveg sama um hvað var spurt hann vissi svarið. Ég lærði heilan helling og fékk mjög víðtækar upplýsingar. Hann gaf sér mjög góðan tíma til að segja frá þeim möguleikum sem forritið býður uppá. Eftir námskeiðið nota ég Photoshop meira en mér hafði dottið í hug að ég gæti. Mæli hiklaust með námskeiði hjá Pálma. Takk fyrir frábært námskeið.. Kristín Magnúsdóttir, hannyrdir.is |
||
Mæli eindregið með því að fara á námskeið hjá Pálma. Ég tók þriggja kvölda námskeið og strax að loknu fyrsta kvöldinu var eins og ég hafi eignast nýja myndavél, ég hafði lært svo mikið. Valgeir Bjarnason |
||
Ég var á eins dags námskeiði hjá Pálma síðastliðið haust, ég lærði mjög mikið á vélina og um það hvernig á að taka myndir. Ég mæli eindregið með námskeiðum hjá ljosmyndari.is fyrir alla, Pálmi á auðvelt með að koma efninu frá frá sér þannig að allir skilji. |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið, bara fyrir þá sem voru með canon eos vélar. Þetta var frábært námskeið og ég lærði mjög mikið. Það var farið vel í hlutina og ég fékk góðann skilning á hlutunum. Svo var það svo frábært að þegar það var liðinn smá tími frá námskeiðinu og maður farin að gleyma einvherju þá getur maður kíkt í möppuna sem við fengum með helling af glósum og ryfjað upp. Frábært námskeið í alla staði. Takk kærlega fyrir mig, Snædís Arnardóttir. Nemi. |
||
Undirritaður sótti námskeið í meðferð og notkun Cannon myndavéla, hjá Pálma Guðmundssyni, á vordögum 2009. Ég hafði keypt vélina í mars og kunni ekkert með hana að fara. Námskeiðið var mér bráðnauðsynlegt til að geta byrjað að nota myndavélina. Í stuttu máli sagt stóð námskeiðið fyllilega undir væntingum, ég lærði að stilla vélina að nokkru leyti og hef síðan byggt á kennslunni til að æfa mig betur. Einnig fékk ég góðan grunn í ljósmyndatökutækni, það er hvað ber helst að hafa í huga þegar teknar eru ljósmyndir. Pálmi var afar lifandi kennari og hefur greinilega góð tök á viðfangsefninu. Ég mæli hiklaust með námskeiðum Pálma og hef hugsað mér að næsta námskeið sem ég sæki verði verkleg fræðsla um að sjá út myndefni og aðferðir við myndatökuna sjálfa. Már Sveinbjörnsson |
||
Þrátt fyrir að hafa tekið myndir í mörg ár og vitað nóg um grundvallaratriði í ljósmyndum, s.s. ljósop og hraða, þá ákvað ég samt að skella mér á 3ja daga námskeið hjá Ljósmyndari.is Ég sé ekki eftir einni mínútu af þeim tíma sem ég sat á þessu námskeiði, enda lærði ég heilmargt nýtt bæði um ljósmyndun og líka um vélina mína, sem varð til þess að ég tek mun betri myndir í dag og á mun auðveldara með að finna motive. Námskeiðið er mjög skipulega upp sett og flóknir hlutir eru útskýrðir á mjög einfaldan og skýran hátt. Halldór Kr Jónsson |
||
Ég fór á námskeið síðasta vetur lærðu að lesa landið, við fórum á Þingvöll í dagsferð þar fengum við leiðsögn um hvernig maður sér ýmislegt í nátturunni sem fór fram hjá manni áður einnig sýndi Pálmi hvernig best væri að stilla vélina (vorum í snjó)er heim var komið var sest niður og myndirnar skoðaðar og gagnrindar á jákvæðan hátt, mæli eindregið með námskeiði hjá Pálma er búinn með 2 fer örugglaga aftur. Guðmundur Sveinbjörnsson starfsmaður Trefja |
||
Ég sat námskeið hjá Pálma í Maí 2009, þarna var greinilega fagmaður á ferð sem að kunni mjög vel sitt fag og einnig að koma sinni þekkingu mjög vel frá sér. Það opnaðist nýr heimur fyrir mér og ég bætti heilmikið þekkinguna á myndavélina mína, sem var reyndar lítil fyrir. Ég kem til með að líta ljósmyndum öðrum augum eftir námskeiðið, og mun mæla með þessu námskeiði við alla. Það ætti í raun að fylgja með námskeið hjá Pálma fyrir alla þá sem kaupa sér “stóra” vél. Gunnar Bjarnason, Tæknistjóri |
||
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og keypti mér mína fyrstu alvöru myndavél árið 2007. Fór strax að fikta mig áfram í manual stillingum og öllu svoleiðis en vissi í raun aldrei hvað ég var að gera þrátt fyrir það. Bara prófaði mig áfram og hélt ég myndi læra mest á því. Ég ákvað að skrá mig á námskeið hjá ljosmyndari.is til að sjá hvort það væri hægt að kenna mér eitthvað meira en ég kunni.
Ég skráði mig á 4ra daga námskeið. Það kom fljótt í ljós á þessu námskeiði hvað ég kunni nákvæmlega ekki neitt á þessa myndavél mína. Pálmi leiðir nemendur í gegnum allar stillingar á vélinni, hvernig á að stilla vélina við mismunandi aðstæður og eftir námskeiðið var ég farinn að taka MIKLU betri myndir því nú kann ég að stilla vélina rétt eftir aðstæðum. Mæli algjörlega með þessum námskeiðum hjá Pálma, það er vel þess virði að kíkja á námskeið því það veitir manni svo mikla ánægju að geta tekið fallegar ljósmyndir og maður veit loksins sjálfur hvað maður er að gera í staðinn fyrir að stilla ekki bara vélina einhvernveginn og vona það besta. Þessi námskeið eru alveg til fyrirmyndar og það verður enginn svikinn af námskeiði hjá Pálma. Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, sýningarstjóri í kvikmyndahúsi |
||
Ég hef verið á 4 daga námskeiði hjá Pálma og var alveg einstaklega sáttur með það námskeið sem var frábært í alla staði . Það var fróðlegt og jókst áhugi minn á ljósmyndun eftir námskeiðið sem og hæfni mín á vélina mína. Ingvar Þór Guðjónsson, Rafvirki |
||
Ég hafði átt stóra canon vél í 1 ár þegar ég byrjaði að fikta við hana og notaði netið mikið... 'Eg myndaði rosalega mikið í hálft ár og lærði mikið svo fór ég á námskeið hjá Pálma og lærði rosalega mikið af undirstöðuatriðum sem leiðbeina mér í dag, ég hafði kunnað sumt og þá fékk ég staðfestingu og ítarlega skýringu á því afhverju gerist þetta. Núna er ár síðan ég fór á námskeið og ég væri alveg til í að fara aftur því þarna er rosalega mikið efni á stuttum tíma og náði ég að tileinka mér margt en alls ekki allt svo ég mæli hiklaust með þessum frábæra kennara... Þarna fékk ég upplýsingar fyrir hverja einustu krónu sem ég borgaði. Takk pálmi Sonja Steinarsdóttir. |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið h já Pálma í janúar 2009. Námskeiðið opnaði fyrir mér nýjar víddir í notkun myndavélarinnar sem ég á Canon 400 EOS. Ég komst að því að ég er með mjög gott tæki í höndunum. Námskeiðið er mjög gott start og nú lít ég á ljósmyndun með öðrum augum en ég gerði fyrir námskeiðið, nota mun fleiri möguleika á vélinni og prófa mig áfram. Námskeiðið vakti áhuga minn fyrir alvöru á því að fara út og taka myndir. Stórgott námskeið sem skilar sér í auknum áhuga og betri myndum. Jón Ingvar Valdimarsson |
||
Ég sat námskeið á vegum Ljósmyndari.is og get mælt með og geri hikstalaust við mína vini. Pálmi er mjög vel inni í sínu fagi og einstaklega laginn við að koma námsefninu skírt og skipulega til skila. Hann leggur sig fram við að allir fái sem mest út úr námskeiðinu og fylgir því eftir. Þótt ég hafi stundað ljósmyndun í tugi ára á filmuvélar þá var margt nýtt sem kom fram hjá Pálma sem hefur opnað nýjar gáttir fyrir mig og skerpt á gamalli vitneskju. Mæli hiklaust með þessum námskeiðum.
Stefán P. Þorbergsson, flugstjóri
|
||
Ég fór í eins dags ljósmyndaferð með Pálma 1. mars s.l. Við vorum fjögur fyrir utan Pálma. Þetta var alveg frábær ferð. Við gengum um og tókum myndir undir leiðsögn Pálma. Þegar komið var í bæinn aftur, tók við a.m.k. 3 tíma skoðun og dæming á myndunum. Þessi skoðun og dæming toppaði daginn. Þetta var ekki fyrsta námskeiðið sem ég var á hjá ljosmyndari.is og örugglega ekki það síðasta.
Ingibjörg Óskarsdóttir, aðalbókari
|
||
Þetta var mjög got námskeið vel farið í hlutina og opnaðist allveg nýr heimur fyrir manni í ljósmyndun flest af því sem maður lærði situr vel eftir í kollinum og nú getur maður stillt myndavélina eins vel og hún býður uppá við mismunanadi aðstæður. Gísli Unnsteinsson Sjómaður. |
||
Ég var á námskeiði hjá Pálma síðastliðið sumar. Ég bý erlendis og þess vegna ekki gott að komast á námskeið þegar ég er á Íslandi. Ég var svo heppin að "detta" inn á eitt af aukanámskeiðunum sem haldin voru. Ég hef tekið mikið af myndum sl 32 ár og framkallað sjáf af og til í 32 ár. Hef harft Canon dellu síðan ég fékk mína fyrstu stóru vél og með tölvuframförum var það ósköp þægilegt að nota bara auto. Eftir námskeiðið sl sumar get ég LOKSINS notfært mér það sem myndavélin mín hefur upp á að bjóða. Það er ekkert vit i að eiga fína myndavél þegar maður kann ekkert að nota hana. Langar svakalega mikið að komast á nýja námskeiðið" Lærðu að lesa landið þitt". Verð að planleggja sumarfríið betur næsta sumar.
Guðrún Kjatansdóttir, Noregi
|
||
Ég fór á námskeið í haust hjá Pálma. Það var í 4 daga og bara fyrir stórar vélar, farið yfir stillingar á vélinni,myndatökur,raw,tölvuvunnslu og photoshop. Pálmi er góður kennari,spyr oft „eru allir með“ hann tekur tíma fyrir hver og einn,því það eru ekki allir með eins myndavélar. Það sem mér fannst skemmtilegast á þessu námskeiði var að fara í stúdíó og taka myndir af yndislegu modeli. Í vetur hef ég t.d. verið að taka myndir á körfuboltaleikjum og sent inn á karfan.is og auðvitað aðeins lagað þær í photoshop. Tók líka portretmyndir af leikmönnum. Það er gaman að finna hvað maður treystir sér betur í verkefni eftir að vera búin að fara á námskeið. Lærðu að lesa landið þitt er námskeið sem ég stefni á næst. Sigríður Leifsdóttir þjónustustjóri hjá VÍS |
||
Ég var á námskeiði hjá Pálma í "Lærðu betur á stóru stafrænu vélina þína". Þetta var dags námsekið sem hentaði mér vel. Námskeiðið nýttist mér vel. Ég hef notfært mér það sem ég lærði til að ná betri tökum á myndavélinni og ná betri myndun. Ég hef aðalega verið að taka landlagsmyndir "með staðsetingum"
Þorsteinn Friðriksson Vélfræðingur - vaktstjóri kerskála Norðurál.
|
||
Ég undirritaður var á ljósmyndanámskeiði hjá Pálma og fannst ég hafa mikið gagn af því sérstaklega af því að það var sett fram á máli sem að allir skildu. Tel mig hafa lært mikið á þessu námskeiði og hef notað mér mikið af því sem ég lærði á námskeiðinu og er nánast hættur að taka myndir á auto. Guðmundur Leifsson |
||
Ég fór á námskeið sem var bara fyrir Canon vélar og kunni ég lítið annað en að kveikja á vélinni þegar að ég fór á námskeiði. En eftir námskeiðið er ég miklu öruggari með myndatökuna. Námskeiðið var mjög fróðlegt og skemmtilegt Pálmi hress og reyndi að útskíra hlutina svo að allir skildu hvað var verið að tala um.
Þórarinn Halldór Bifvélavirki. |
||
það mjög gagnlegt og skemmtilegt. Ég lærði mjög mikið á vélina og lærði einnig grunninn í stúdíómyndatöku, taka landslagsmyndir o.fl. Ég stefni á að fara á fleiri námskeið hjá honum í sumar. Ég mæli hiklaust með námskeiðum hjá ljósmyndari.is Jóhanna Arnórsdóttir, aðstoðarkirkjugarðsvörður |
||
Ég fór á 4 daga námskeið og lærði miklu meira en ég hafði þorað að vona fyrirfram. Ég kann núna á allar stillingar myndavélarinnar, og þannig næ ég enn betri myndum, ég hef skipt vinnslu mynda úr jpg yfir í raw vinnslu og mig langar strax aftur á fleiri námskeið. Mæli með námskeiðum hjá Pálma fyrir alla áhugaljósmyndara sem vilja ná færni á myndavélarnar sínar. Inga Hugborg Ómarsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair. |
||
Margir eiga nú fullkomnar og mjög dýrar stafrænar myndavélar. Þessar vélar eru búnar fullkomnum nemum sem mæla birtu og kveikja á flassi eftir því sem þarf. Með því að setja allar stillingar á Sjálfvirkt (Auto) verður gæði myndatökunnar svipuð og með ódýrum stafrænum myndavélum. Þessar fullkomnu vélar njóta sín ekki nema ljósmyndarinn hafi grunnþekkingu á einingum vélarinnar og hvernig þær vinna. Auk þess sakar ekki að hafa grunn þekkingu á myndauppbyggingu. Pálma Guðmundssyni hefur tekist að pakka kynningu áöllum þessum þekkingaratriðum inn í eins dags námskeið. Þeir sem sækja námskeið Pálma hafa góðan grunn til að fikra sig áfram og læra enn betur á myndavélina sína." Kærar þakkir fyrir mig. Þórólfur Matthíasson. |
||
Ég fór á 3.daga námskeið og lærði mjög mikið á því. Pálmi fer vel yfir hlutina og útskýrir þá þangað til allir hafa náð því. Skemmtilegast var að fara í studioið og taka myndir:-D. námskeiðið fær **** stjörnur af 5 mögulegum.
Guðlaugur Ottesen Rekstrarstjóri |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið fyrir litlar stafrænar myndavélar í febrúar, hafði bæði gagn og gaman af, nú er ég opnari fyrir náttúrunni og öðru myndefni þegar ég ferðast um á Húsbílnum mínum. Ég hef leiðbeiningarnar sem við fengum á námskeiðinu við hendina kíki i þær öðru hvoru. Þetta var frábært námskeið, Pálmi þolinmóður og góður kennari gæti hugsað mér að fara á annað námskeið í haust.
Valdís Vilhjálmsdóttir, Bankastarfsm. á eftirlaunum. |
||
Ég fór á dagsnámskeið hjá Pálma og hafði mikið gagn af því. Pálmi kenndi okkur á vélarnar þ.e að nota alla þá kosti sem þær búa yfir á ótrúlega stuttum tíma. En æfingin skapar meistarann og ég hef verið nokkuð dugleg að æfa mig og kíki oft í glósurnar og námsgögnin. Halldóra Kristinsdóttir, kennari. |
||
ég fór til bandaríkjanna í 1 des 2007 og keypti mér canon vél því mér finnst gaman að mynda og en betra að eiga góða vél en þegar það var komið að því að nota vélina þá var lítið annað hægt en að nota auto takkann því ég kunni ekkert á þessa vél og það eru svo margar stillingar á þessum vélum, hraða, ljósop, iso, av, og margt margt fleira sem ég kunni ekkert á þannig að ég fór á 4 daga námskeið 4tímar í senn dagana 23 til 26 júní 2008 og það kom mér verulega á óvart hvað ég lærði mikið á þessum fjórum dögum og pálmi er náttúrulega bara snillingur þegar það kemur að því að fara VEL!!! yfir stillingar á þessum vélum og skila þessu skemmtilega frá sér, og ég ætla mér að fara á fleiri námskeið hjá honum, t.d Photoshop námskeiðið. Og ég vill þakka pálma kærlega fyrir þetta námskeið sem var vel þess virði að fara á. Arnar Baldvinsson Starfsmaður hjá norðuráli á grundartanga |
||
Námskeiðið ljosmyndari.is er frábært fyrir byrjendur sem og þá sem eru lengra komnir í fiktinu. Vel farið yfir öll basic atriðið vélanna, samahvaða gerð hún er. Hverjum og einum gefinn tími og vel farið í sérþarfir hvers og eins. Námskeið ljosmyndari.is mæli ég með við hvern og einn semspyr mig.
Andri Hrafn Ingvason nemi í bifvélavirkjun. |
||
Ég er nýbúin á 3ja daga námskeiði hjá Pálma, Ég er með Canon 400 vél sem ég hélt að ég kynni þokkalega á, þangað til ég fór á þetta námskeið þá komst ég að því að þessi þekking mín var nánast engin. |
||
Ég fór á tvö námskeið hjá ljosmyndari.is á síðasta ári fyrra námskeiðið þá var farið yfir vélina og yfir hugtök um ljósop og hraða og iso einnig var Farið í myndvinnslu í photoshop og teknar portretmyndir í stúdíói.Seinna námskeiðið þá var farið í ferð um Suðurland í rútu og teknar myndir ,gist var á Skógum Og daginn eftir var farið yfir myndirnar og þær kommenteraðar. Seinnipartinn var farið heim og myndir teknar á leiðinni.Bæði þessi námskeið voru mjög |
||
Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en aldrei átt almennilega vél og ákvað að fjárfesta í canon 400D. Ég kunni náttúrulega ekkert á vélina eða að nota aðrar stillingar en auto, og sá ég auglýsinguna og ákvað að skella mér. Þetta var frábært námskeið varð mér ljóst hvað maður kunni lítið í ljósmyndun eða nota þær stillingar sem svona vélar hafa uppá að bjóða. Ég mun alltaf búa að þessu námskeiði (sem er eiginlega skóli). Í dag er ég farinn að taka almennilegar myndir að ég tel, og nota þær stillingar sem þessar og fleiri vélar hafa upp á að bjóða, stilla upp á fæti,nota ljósopsstillingu eða tímann o.s.fr. En nú er ég er búinn að uppfæra vélina og kominn með 40D og er genginn í ljósmynda klúbb. Það er bara miklu skemmtilegra að taka myndir þegar maður kann eitthvað. Símon Hrafn Vilbergsson málarameistari. |
||
Fór á námskeið hjá Pálma eftir að hafa keypt Canon Eos vél sem ég kunni ekkert á.Námskeiðið hjálpaði mér alveg rosalega mikið og kenndi mér alveg á vélina frá A-Ö.Pálmi er uppfullur af fróðleik og reynslu.Mæli hiklaust með námskeiðunum hjá honum.
Eyrún Jónsdóttir, Sölumaður
|
||
Eru ekki bestu meðmælin fólgin í því að vilja koma á annað námskeið hjá Pálma. Það mundi ég gjarnan vilja. Vilberg Sigurjónsson vélfræðingur |
||
Ég sótti námskeið hjá ljosmyndari.is ég var nýbúin að kaupa mér Canon 30 þannig mér fannst tilvalið að fá leiðsögn á nýju vélina mína. Ég tek að mér verkefni í ljósmyndun þannig að ég þarf að kunna vel á myndavélina mína.Mér fannst þetta gott námskeið og skemmtilegur kennari. Það var þess virði að keyra í Mosfellssveitina.
Bestu kveðjur. Nína Björk Gunnarsdóttir, Ljósmyndari & stílisti
|
||
Farið er mjög skipulega í gegnum allt það mikilvægasta sem varðandi stillingar á stafrænum myndavélum, hvort sem um er að ræða einfaldar vasavélar eða flóknari vélar. Þetta hefur gjörbreytt minni hugsun í notkun myndavélarinnar og mér hefur tekist að taka nothæfar myndir við miklu erfiðari aðstæður en áður. Einnig var „sjón“ myndavélarinnar skýrð mjög vel, það er hraði og ljósop og tenging þess við fókus og næmi, að vísu nokkuð sem ég þekkti, en hjálpaði greinilega ýmsum öðrum á námskeiðinu, Stillingu á White ballance var eitthvað nýtt fyrir mér sem hefur nýst mér mjög vel. Um leið og ég hafði lokið námskeiðinu hvatti ég dóttur mína sem býr á Akureyri til að sækja svona námskeið og ég geri ráð fyrir að hún fari á námskeið næsta vetur. Kærar kveðjur |
||
Ég ákvæð að sækja þetta námskeið þar sem ég tek mikið af myndum starfs míns vegna, bæði myndir við upphaf verks til að vinna eftir og svo aftur í lok verks til að mynda útkomu. Þó svo að ekki þurfi mikið að vanda til verka við myndatökuna fyrir prívat og óspennandi vinnumyndir er gaman að geta tekið fallegar, góðar og vel teknar myndir við verklok. Þetta námskeið veitti mér allt sem ég þurfti, betri þekkingu á myndavélina mína, góða yfirsýn og kunnáttu á helstu hugtökum og stöðlum ljósmyndageirans og kennlu í aðferðum við að taka betri myndir. Kristín Guðmundsdóttir |
||
Á 3ja daga námskeiði fór ég frá því að vera með vélina eins og illa gerðan hlut sem ég þorði ekkert að gera við í að þora að prófa mig áfram, breyta stillingum og smella af. Það sem mér þótti mikilvægast fyrir námskeiðið var að læra á allar stillingarnar en ég lærði svo miklu meira. Ég mæli með námskeiðunum hjá Pálma fyrir alla byrjendur sem vilja komast af stað í ljósmyndun. Íris Ómarsdóttir, starfsmaður í gestamóttöku |
||
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég mundi læra svona mikið á svona stuttum tíma. námskeiðið hefur veitt mér mikinn innblástur og innsýn í líf áhugaljósmyndara. fimm stjörnur af fimm mögulegum. Ragnheiður St Ásgeirsdóttir, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík |
||
'Ég var á byrjendanámskeiði hjá þér sl. haust. Þetta var frábær námskeið í alla staði. Ég hef alltaf haft gaman af að taka myndir og eftir að hafa farið á námskeiðinu opnaðist nýr heimur varðandi ljósmyndatöku. Loksins lærði ég að nota annað en bara auto takkann. Ég tek míkið að myndum og reyni að nýta mér alla kosti myndavélarinnar. Mæli eindregið með þessu námskeiði. Ég kem örugglega á fleiri námskeið í haust. Þakka kærlega fyrir mig.
Guðmundur J. Kristófersson, verkstjóri |
||
Ég fór á dagsnámskeið hjá Pálma þar sem var farið yfir allar helstu stillingar á myndavélinni og myndbyggingu ljósmynda. Eftir námskeiðið hef ég aldrei notað græna auto takkann aftur (sem ég gerði mjög mikið áður). Þetta námskeið hefur gefið öllum ljósmyndunum mínum nýtt líf, þær eru meira lifandi og miklu eru fallegri. Ég mæli eindregið með námskeiðinu hjá Pálma fyrir alla byrjendur í ljósmyndun.
Ívar Sæland nemi í Landslags Arkitekt
|
||
Eins dags námskeið vel skipulagt og gerir það að verkum að myndavélin verður öflugra tæki og myndir oft skemmtilegri.
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson aðstoðarskólameistari
|
||
Um leið og ég sá auglýst námskeið með Pálma á Hvolsvelli þá skráði ég mig. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að skella sér á mölina til að gera hlutina, þess vegna er frábært að fá svona þjónustu út á land. Þetta var 2 x 4 tíma námskeið. Margir voru á þessu námskeiði og leist mér ekkert á það en þetta var frábært. Allir fengu kennslu á sína vél og loksins lærði ég á mína og hef verið að notfæra mér það síðan.
Jóna Sigþórsdóttir nemandi og bóndi. |
||
Frábært námskeið, lærði mjög mikið á því Ég hefði aldrei getað notað alla þessar stillingar á vélinni minni ef ég hefði ekki farið á þetta námskeið.
Þakka kærlega fyrir mig.
Margrét St. |
||
Námskeið hjá Pálma var mjög lærdómsríkt á góðar imbavélar ! (auto) og mætti með eina slíka en sá að ég hefði meiri not ef ég hefði verið með stærri vél en samt lærði ég heilmikið um alla þætti ljósmyndunar og var ég dugleg að skrifa niður sem hann sagði okkur. Er í dag alltaf öðru hvoru að lesa þau blöð og sit með nýju vélina mína í fanginu og læri að nota hana. Með því að sleppa auto. Ætla að gefa mér tíma að mæta á stærra námskeið næst. Takk fyrir mig.
Sigríður Egilsdóttir Hárgreiðslusveinn og bóndi. |
||
Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun en hef aldrei haft tækifæri til að gera neitt í því. Var búin að eiga Canon 350D í eitt ár og kunni ekkert að nota hana. Hulda Dagbjört Jónasdóttir, skrifstofumaður og nemi |
||
Ég hef farið á tvö námskeið hjá Pálma Guðmundssyni. Hið fyrra var í meðferð og stillingum myndavélarinnar og hið síðara í Photoshop myndvinnsluforritinu. Það er skemmst frá því að segja að bæði þessi námskeið gögnuðust mér afar vel. Það var farið yfir undirstöðuatriðin á glöggan og greinargóðan hátt sem gerðu nemandann færari til að þróa sig áfram þegar heim var komið. Maður skammaðist sín hálfvegis fyrir að hafa eingöngu notað Auto takkann á myndavélinni þegar augun opnuðust fyrir öllum þeim möguleikum sem boðið er upp á. Mæli hiklaust með þessum námskeiðum. |
||
Ég var á byrjendanámskeiði hjá þér í fyrra haust. Þetta var mjög áhugavert og gott námskeið, auk þess fannst mér þú koma efninu vel frá þér og áauðskyljanlegan hátt. Hafði aldrei verið á ljósmyndanámskeiði áður, en hef alltaf haft gaman af að taka myndir.
Á námskeiðinu opnaðist alveg nýrheimur fyrir mér, varðandi ljósmyndatöku. Það er mikið skemmtilegra að taka myndir núna þegar maður getur nýtt sér alla kosti myndavélarinnar. Mæli eindregið með þessu námskeiði. Ég á örugglega eftir að nýta mér fleiri námskeið hjá þér.
Með bestu kveðju Richard Hansen |
||
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og tekið mikið af myndum og bara mesta furða hvað auto stillingin hafði reynst mér vel. Svo var ég svo heppin að Pálmi kom með námskeið hingað austur, sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt í alla staði. Þarna fékk ég bæði kennslu á vélina sjálfa, (sem ekki veitti af, því það er jú ekki nóg að eiga stóra og flotta vél ef maður kann lítið sem ekkert á græjuna) og svo heilmikið um ljósmyndatækni og ljósmyndun almennt.
Þarna opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur í ljósmyndun og þó ég hafi nú eitthvað þrætt við Pálma þegar hann sagði að maður notaði ekki auto nena maður sæi fljúgandi furðuhlut, þá held ég bara að ég hafi ekki stillt á auto síðan (enda engin fljúgandi furðuhlutur orðið á vegi mínum). Ég mæli hiklaust með námskeiðunum enda lærði ég mikið og hafði mjög gaman af. Nú meira að segja tek ég ekki bara myndir fyrir sjálfa mig, heldur er ég beðin um að gera það fyrir aðra og hef verið að fikta mig áfram með ferminga og barnamyndir.
Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir, hársnyrtir
|
||
Ég og vinkona mín sáum námskeið hjá Pálma auglýst og ákváðum að skrá okkur og tókst að fá nokkra til viðbótar. Ég var búin að kaupa mér Olympus E 400 og kunni varla neitt á hana, notaði bara auto og síðan ekki söguna meir. Mér fannst þetta námskeið mjög lærdómsríkt og hef ég nýtt mér það síðan, nota aldrei AUTO takkan. Pálma tekst að koma efninu vel til skila til nemenda og er ávallt léttur í skapi. Það sem mér fannst gott er að hann sýndi okkur hverju fyrir sig hvernig helstu stillingar á vélunum okkar virka og bý ég vel að því. Er að vona að hann komi hingað austur með annað námskeið eða verði með námskeið á netinu, bíð spennt. Jóhanna Kr. Hauksd |
||
Þótt námskeiðið sem ég sótti væri aðeins "skemmri skírn" fékk ég þar á einum degi haldgott yfirlit um helstu atriði sem hafa ber í huga við myndatökur. En ekki síður kveikti þessi lærdómsríki dagur með mér löngum til að læra meira í kúnstverki ljóss og skugga og því fanga andartakið með linsunni. Áhugi til þess vaknaði á námskeiðinu hjá Pálma sem ég gef óhikað mín allra bestu meðmæli. Kveðja,
Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður. |
||
Ég hafði átt Canon 400D í smá tíma og hafði góðan augastað á því að fara stækka við mig, Skellti mér á námskeið hjá Pálma sem stóð yfir í 3 daga. 3 Mánuðum eftir námskeiðið er ég kominn í Canon 40D búinn að taka 4000 myndir, átt við þær á allan mögulegan hátt í Photoshop sem var meðal annars farið í gegnum á námskeiðinu sem mér fanst mikill plús fær stórt prik fyrir það. Rétt í þessu var ég að koma frá London og ég verð að segja það að ég get verið sáttur við það að hafa farið á námskeiðið því enginn vill ljótar eða leiðinlegar myndir úr slíkri ferð. Mæli með þessum jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Svavar Freyr Ástvaldsson, Sölumaður Heimilistækjum ehf |
||
Undirritaður festi kaup á CANON 400D í febrúar en hafði fram til þessa notað CANON Power Shot 45. Fyrir margt löngu (1968) átti ég KONICA autoreflex vél í mörg ár sem veitti mér mikla ánægju að taka myndir á. Nú skyldi reyna á nýrri tækni, en til þess að geta það var nauðsynlegt að fara á námskeið. Ég sá auglýst námskeið hjá Pálma Guðmundssyni og lét bóka mig á námskeið 17. maí sl. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Aðbúnaður til kennslu, viðmót og kennslutækni var til fyrirmyndar. Sem kennari er ég ávallt gagnrýninn á framsetningu þeirra sem ég sæki námskeið hjá. Þetta var í einu orði sagt frábært og lærði ég heilmikið í undirstöðuatriðum hvað viðkemur stillingu á vélinni sem og ljósmyndatækni. Helst hefði ég viljað lengra námskeið til að læra meira, en það kemur eflaust að því síðar. Ef ég hef tækifæri til að læra meira hjá Pálma hika ég ekki við að bóka mig þar og hvet aðra áhugaljósmyndara til að gera það líka. Með ljósmyndakveðju, Páll Ólafsson, íþróttakennari, |
||
Ég var virkileg ánægð með námskeiðið hjá Pálma. Þegar námskeiðið var búið fannst mér eins og ég gengi út með nýja myndavél. Full af fróðleik hef ég nú verið að taka myndir með allt öðru hugarfari og alveg hætt að stilla myndavélina á auto, og er mun sáttari við myndirnar fyrir vikið. Takk fyrir frábært námskeið. |
||
Fyrir mig var námskeiðið mjög góð upprifjum og ég hefði gjarnan viljað vera lengur, fá heimaverkefni og koma aftur í framhald til að læra meira.Ég hef verið áhugasamur um ljósmyndun í yfir 30 ár og tók "skriljón" myndir með gömlu filmuvélini minni þegar maður átti varla bót fyrir bor... vegna kostnaðar við framköllun. Nú er ég að komast í gang aftur með nýtt dótarí svo ef þú sérð einkennilegan mann á ráfi að taka myndir af einhverju sem engin horfir á, þá gæti það verið ég. Takk fyrir og bestu kveðjur,
Finnbogi Palsson, Impex ehf |
||
Ég keypti Canon EOS 400D og ákvað að fara að skella mér á námskeið og kom auga á námskeiðið hjá Pálma. Ég er mjög sáttur með þetta námskeið og búinn að læra mjög mikið af þessu og mun sáttari með myndirnar mínar Takk fyrir mig Gunnar Helgason Álverið í Straumsvík |
||
Ég dreif mig loksins á námskeið hjá Pálma en það hafði lengi staðið til. Ég hafði miklar væntingar eftir að hafa lesið námskeiðslýsinguna og bæði námsefni og kennslan stóðu undir því. Sem sagt ég var virkilega ánægð. Smá galli að þetta námskeið á eftir að hafa fjárútlát í för með sér ;oþ. T.d. komst ég að því að þrífótur er möst! Og svo er til svo mikið af linsum og filterum og forritum og... Ég var samt gráti næst þegar ég sá fyrstu myndaseríurnar mínar sem voru "non auto", þetta voru hryllingsmyndaseríur. Nú er ég búin að vera nokkuð dugleg að æfa mig í að taka myndir og er farin að sjá verulegan árangur. Sumar myndirnar mínar eru bara ansi góðar - og var auðvitað tilgangurinn með þessu - að verða betri myndasmiður.
Jórunn K. Fjeldsted, fjármálastjóri. |
||
Ég fór á byrjunarnámskeið hjá Pálma í febrúar 2008 þar sem hann kenndi á stafrænar myndavélar. Ég get eindregið mælt með þessu námskeiði fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka betri myndir og læra á hinar ýmsu stillingar myndavélarinnar. Pálmi kenndi ekki aðeins á grunnatriði um hraða, ljósop, birtu og fleira, heldur var hann með fjölda einfaldra ráða sem gagnast vel við myndatökur. Ég hef mun meira gaman af að taka myndir eftir að ég fór á námskeið Pálma. Magnús Guðmundsson skjalavörður |
||
Ég mæli eindregið með námskeiði hjá Pálma þar sem hann hefur áralanga reynslu í ljósmyndun sem hann nær að miðla með mikilli færni til nemenda sinna. Ég fjárfesti í góðri myndavél og linsu og eftir að ég sótti námskeið hjá Pálma gat ég tekið mun fallegri ljósmyndir. Hann kenndi stillingar á myndavélinni fyrir hverja myndatöku og eins fór hann yfir önnur haldbær atriði í ljósmyndun. Ég nýti mér þekkinguna í útivist og fjölskyldumyndatökum og á orðið mikið safn af fallegum ljósmyndum. Inga Björk Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur og bráðum þriggja barna móðir |
||
Ég tók mikið af myndum áður en stafræna byltingin hóf innreið sína. Ég missti eiginlega áhugann eftir það því ég átti ekki almennilega stafræna vél fyrr en nýlega að ég keypti mér Canon 400D.
Ég skellti mér á dagsnámskeið hjá Pálma til að læra betur á vélina áður en lengra væri haldið. Námskeiðið var mjög ítarlegt og varð til þess að ég fékk áhugann á ný og tók í kjölfarið strax betri myndir. Farið var yfir allar stillingar sem máli skipta og sýnd viðeigandi dæmi. Ef fólk hefur lítinn tíma (eins og ég hafði) þá er þetta frábær byrjun, en ég myndi mæla með að taka a.m.k. 2 daga námskeið ef fólk hefur kost á því. Pálmi veit alveg hvað hann syngur í þessum efnum og mæli ég hiklaust með honum. Axel Hrafn Helgason Sölumaður |
||
Ég sótti námskeið hjá Pálma og fannst það mjög gagnlegt og í raun nauðsýnlegt.
Á námskeiðinu lærir maður ekki einungis á myndavélina sína heldur svo miklu meira eins og t.d myndbyggingu og fl.
Ég mæli 100% með námskeiðum hjá Pálma, af þeim verður engin svikin og hann gefur sig allan í hnitmiðaða og góð kennslu.
Kærar þakkir fyrir mig.
Betsý Árna Kristinsdóttir, Sjúkraliði. |
||
Ég hef tekið mikið af myndum í gegnum tíðina og alltaf látið "auto" stillingar duga. Þó að það geti gefið fínar myndir þá langaði mig í eitthvað meira og keypti Nikon D80 vél og 18 - 200 linsu. Ég fann strax að ég þorði eiginlega ekki að stilla vélina út fyrir "auto" og dreif mig því á námskeið hjá Pálma. Það var sannarlega upplifun. Pálmi setur efnið skemmtilega fram og hópurinn sem ég var með var virkur og skemmtilegur. Nú tek ég helst ekki á "auto" og spái mun meira í dýptarskerpu, hraða, white balance osfr. Næst er bara að drífa sig á námskeið í Raw og Photoshop.
Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri
|
||
Pálmi er hafsjór af fróðleik um efnið, röggsamur og góður kennari þannig að það er ekki hægt annað en læra sitt lítið af hvoru. Ég var ánægður með minn hlut.
Finnbogi Sigurgeirsson, flugfjarskiptamaður hjá flugfjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi |
||
Ég er búinn að vera með myndavél framan á mér í einhver 30 ár, stafræna núna hin síðari ár. Ég tók helgar námskeið í Photoshop hjá Pálma, það ger bylti allri eftirvinnslu á myndunum mínum. Ég get hiklaust mælt með þessum námskeiðum. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður |
||
Ég var á 4ra daga námskeiði og það var mjög gott til þess að fá betri þekkingu á myndvélinni og læra inná alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Það var líka frábært að fá tækifæri til þess að taka myndir fyrir þemaverkefni og fá umsögn frá bæði kennara og samnemendum.
Áhugi minn á ljósmyndum hefur aukist eftir námskeiðið og ég er viss um að myndirnar mínar eru betri!
Anna Lúðvíksdóttir, Verkefnisstjóri
|
||
Maðurinn minn gaf mér Canon 400, vél sem ég kunni ekkert á,þótt mynda óð sé. Þannig að hann skráði mig á námskeið hjá Ljósmyndari.is. Viti menn ég komst að strax. Mér kveið mikið fyrir því, enn það var farið svo vel í allt, svo kvíðinn hvarf strax. Stillingar á ljósopi,hraða,og hvernig við ættum að finna falleg myndaefni,og nýta okkur þau með góðri vél. Í dag er ég búin að taka yfir 3000 myndir á vélina sem er aðeins 4 mánaða. Og einnig kom ég mér upp svona heimastudiói eins og var á námskeiðinu,það nóta ég líka töluvert. Svo ég segi við ykkur sem eruð ekki alveg ákveðin, þetta er ekki bara nauðsyn heldur líka gaman.Kennsluefnið er mjög móttækilegt og kennarinn kemur því vel til skila með greina góðum uppl. Takk fyrir mig. Kolbrún Jónsd. |
||
Námskeiðið hjá Pálma var frábært í alla staði, ég var ný búin að kaupa mér Canon EOS 400d og kunni nákvæmlega ekkert á hana.
Eftir námskeiðið gat ég notað þá tækni sem vélin hefur uppá að bjóða og ég er enn að læra. Námsgögnin reynast mér enn vel og kíki ég reglulega yfir þau til að bæta kunnáttu mína.
Rebekka Guðmundsdóttir, Flugfreyja og nemi í hönnun.
|
||
Ég hafði bæði gagn og gaman af námskeiðinu. Það er greinilega eitt að kaupa flotta og góða myndavél en annað að kunna vel á hana. "Auto" er stilling sem allir geta gripið til en flestar vélar bjóða upp á miklu meira og betri stillingar til að ná þeim myndum sem þú vilt.
Ég nýti námið í leik og starfi og er núna með myndavél sem getur ýmislegt ekki bara "auto".
Inga Dóra Kristjánsdóttir, sölumaður fasteigna
|
||
Ég fór á námskeiðið með töluverðar væntingar og varð ekki fyrir vonbrigðum. Í dag skil ég hvernig ljósop og hraði virkar og get leikið mér með þessar stillingar og fleiri til að fá betri myndir af fjölskyldunni o.fl. Þetta uppfyllti námkvæmlega mínar væntinagar. Sigríður Kristinsdóttir. |
||
Námskeið um stafræna myndatöu sem ég sat í janúar sl. var mjög lærdómsríkt og hefur aukið áhuga minn og ánægju af ljósmyndun. Hafi fólk áhuga á að læra að nota myndavélina sína þá mæli ég eindregið með þessum námsskeiðum. Mbk. Þór Símon Ragnarsson |
||
Ég ákvað að skrá mig á námskeið hjá www.ljosmyndari.is til að læra að taka betri myndir og læra betur á vélina mína. Myndavélin mín var nú óttalega aum innan um allar hinar stóru vélarnar og fyrsta kv0öldið var ég ekki vissum að ég myndi græða mikið á þessum kvöldum. Ákvað nú samt að koma kvöldið eftir og sé sko ekki eftir því. Pálmi gaf sér góðan tíma fyrir hverja vél og að sýna manni hvers megnu vélin manns væri, sama hvernig vélin var. Á námskeiðinu lærði ég m.a. betur á vélina mína og hvernig ég gæti tekið betri myndir á hana, ásamt því að bakterían ágerðist og nú langar mig bara í stærri og meiri vél og annað námskeið. |
||
Ég fór á 3ja daga námskeið hjá ljósmyndari.is og er virkilega ánægð. Farið var vel og ítarlega yfir alla mikilvæga hluti og einnig fengum við að æfa okkur í svokölluðu "heimastudioi". Ég mæli eindregið með slíku námskeiði.
Jóhanna Sævarsdóttir. |
||
Ég var virkileg ánægð með námskeiðið hjá Pálma, það opnuðust nýjar víddir með vélina mína, var búin að eiga vélina í hálft ár og kunni vægast sagt ekkert á hana. Nú er ég komin með nýja vél í hendurnar.(þá gömlu) Námskeiðið var mjög gott en hefði kannski mátt skipta því eftir vélum, það hefði verið auðveldara fyrir alla. Ég býð bara spennt eftir að fara á framhaldsnámskeið og ég hvet alla til að fara á námskeið til að læra á myndavélarnar og til að taka betri myndir. Takk fyrir mig. Vala Lee Jóhannsdóttir Framkvæmdastjóri |
||
Ég fór á 4 daga námskeið hjá Pálma vegna þess að í mörg ár ( amk. frá því ég frétti fyrst af þessum námskeiðum hjá honum ) hefur mig langað til að fara til hans og fá tilsögn á myndavélina og það sem varðar myndatökur. Þetta námskeið stóð fyllilega undir mínum væntingum, lærði á mína glænýju myndavél Canon E400 sem að mínu mati var eins og 5 gíra bíll en ég kunni bara á fyrstu 2 eða 3 gíranna áður en ég fór á námskeiðið hjá honum Þetta námskeið hefur opnað margar dyr fyrir mér og það er ekki bara það sem Pálmi kennir eftir bókinni á námskeiðinu heldur líka það sem hann segir "off the record "margt mjög lærdómsfullt og mjög fróðlegt enda er hann búinn að mynda alla mína ævi. Mæli 100% með námskeiðunum hans Pálma Harpa Halldórsdóttir |
||
Mér fannst námskeiðið alveg æðislegt en komst ekki seinni daginn og fæ að koma í nóvember í staðinn. Var á Photoshop. Fanney Þórsdóttir, heimavinnandi. |
||
Ég fékk mér nýlega Olympus E-500 og viðurkenndi fljótlega fyrir sjálfum mér að best væri að nýta sér þekkingu annarra til að læra á vélina. Samkvæmt ráðleggingum vina og kunningja skellti ég mér á þriggja daga grunnnámskeið á ljosmyndari.is haustið 2006 og er mjög sáttur við þann tíma og fé sem ég varði í það. Námskeiðið var mér gríðarlega gagnlegt, enda var ég alger byrjandi fyrir það. Án námskeiðsins hefði ég trúlega aldrei nýtt myndavélina einsvel og ég get gert núna. Nú getur maður státað af yfirgripsmikilli þekkingu á myndavélum og ljósmyndun auk þess að hafa talsvert betri skilning á ljósmyndum annarra. Ég mæli því hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem eru í þeim sporum sem ég var í. Halldór Valgeirsson, MSc Sálfræði |
||
Á þriggja daga námskeiði í stafrænni ljósmyndun og myndvinnslu var farið yfir allt það sem áhugaljósmyndarar á byrjunarstigi þurfa að kunna. Sérlega gagnleg yfirferð um myndavélina og notkun hennar en auk þess fengum við margar gagnlegar ábendingar um hvernig taka eigi góða mynd.
Heiðar Sigurfinnsson, fréttamaður.
|
||
Glæsilegt námskeið. Ég lærði allt sem ég þurfti og meira en það. Þetta á eftir að nýtast mér mjög mikið í framtíðinni. Mæli eindregið með þessum námskeiðum fyrir byrjendur og lengra komna.
Bosko Popovic, nemi við menntaskólann í Kópavogi. |
||
Ég ákvað að smella mér á ljósmyndanámskeið þar sem ég hef verið með snert af ljósmyndadellu í nokkur ár en þó aldrei kunnan neitt haldbært. Ég kom með mína pínu litlu Sony vél sem hefur reyndar ekki uppá mikið að bjóða en ég lærði samt alveg helling því fram að námskeiði hafði ég eingöngu stillt á Auto og smellt af. Námskeiði fannst mér frábært og mjög áhugavert í alla staði. Um leið og ég hef fjárfest í draumavélinni (Canon 350D EOS) mun ég skella mér á bæði myndatökunámskeið og PhotoShop námskeið hjá Pálma. Í dag er ég mun færari í að taka myndir miðað við aðstæður og þori að breyta stillingunum á vélinni minni.
|
||
Ég var mjög ánægður með þetta námskeið nú skyldi ég loks hvað ég var að gera rangt áður við myndatöku og er miklu nær hvernig á að stilla vél og bera sig að við að taka myndir.
Jóhann Bergmann, verktaki í járnabindingum |
||
Ég starfa mikið við tölvur og ljósmyndun hefur alla tíð verið mitt áhugamál þó ég hafi ekki mikið sinnt því undanfarin ár og það sem ég lærði sem unglingur flest týnt og tröllum gefið. Það verður því að segjast eins og er að þetta námskeið er mjög gagnlegt öllum sem eitthvað hafa fiktað við ljósmyndun og gefur þeim sem ekkert kunna mjög góða grunnþjálfun og kennslu í notkun myndavélarinnar, myndbyggingar, lýsingar og innsýn í þá þætti sem snúa að grunntækni ljósmyndunar. Ég tel mig nokkuð vel lesin hvað varðar ljósmyndun en þetta námskeið opnaði alveg nýja vídd fyrir mér og þá sér í lagi hvað varðar grunninn í stúdíómyndatökum. Einnig lærði ég mikið um lýsingu og stillingar á vélinni minni og það hefur þegar komið sér vel. Ég á örugglega eftir að sækja fleiri námskeið hjá þér og þar eru tvö sem ég er verulega spenntur fyrir, en það er photoshop námskeið og svo stúdíónámskeið. Kær kveðja og þakkir. Hrafnkell Daníelsson
|
||
Ég var virklega ánægð með námskeiðið og það var í raun beta en ég bjóst við. Taldi í upphafi að tíminn væri of knappur til þess að læra eitthvað af viti en svo var allsekki. Ég var með litla Samsungvél sem ég hafði alltaf stillt á auto en auto er bannorð hjá Pálma! Eftir námskeiðið hef verið að fikra mig áfram með vélina á mismunandi stillingum og skoða þær síðan jafnhliða myndunum í tölvunni og geri samanburð. Mér fer fram! |
||
Myndtökunámskeiðið 30/09 til 01/10 var og er í mínum huga frábært, farið var með okkur á marga glæsilega tökustaði. Auk þess var tilsögn Pálma til fyrirmyndar. Þetta námskeið kom mér allavega til að ná mun betri tökum á ljósmyndun enn áður. Myndir voru teknar í rigningu af gróðri í Skógum og niðri í fjöru við Dyrhólaey og í Reynisfjöru. Allavega hvað mig varðar tel ég mig hafa fengið enn betri sýn á ljósop og hraða íso stillingum WB og fleira enn áður, Já ég er viss um að ég er betri ljósmyndari eftir þetta námskeið enn áður. Hefði alls ekki viljað missa af þessu námskeiði. Filippus Jóhannsson, Bílstjóri hjá Reykjavíkurborg
|
||
Ég hef sótt tvö námskeið hjá Pálma. Þau eru mjög góð. Georg Theodórsson, húsasmíðameistari. |
||
Ég fór á 3ja daga námskeið hjá Pálma. Þetta námskeið var í alla staði mjög ganglegt fyrir mig og ég tel mig taka betri myndir eftir námskeiðið. Ég var búin að eiga Canon EOS Rebel XT í hálft ár áður en ég fór á námskeiðið og var eitthvað að fikta sjálf með misjöfnum árangri. Pálmi fór yfir grunnreglur ljósops og hraða og hjálpaði mér að skilja hvenær á að taka myndir á AV eða TV og hverju mismunurinn skilar. Pálmi fór vel yfir stillingar á vélinni og varð ég sjálfsöruggari að fikta í stillingum á vélinni og prófa mig þannig áfram. Mér fannst mjög gagnlegt að læra að setja upp stúdíó heima hjá sér sem kostar ekki meira en 4000 kr ég á örugglega eftir að notfæra mér það. Ása Einarsdóttir, Tölvunarfræðingur
|
||
Námskeiðið hjá þér er mjög gott vel upp byggt og þú ferð vel og skilmerkilega yfir efnið. Ég bendi fóli óhikað á að fara á námskeiðið hjá þér, ég veit miklu meira um myndavélar eftir þessu fáeinu kvöld. Það sem mér þætti bæta þetta mikið er eitt kvöld á rölti með þér og þú kenndir okkur að nota myndavélina á vettvangi það gerði mann held ég töluvert öruggari þó ég vitti að þetta er nokkurra ára nám hjá þeim sem eru virkilega góðir í faginu, en margt lærir maður á að fikta. Síðan finnst mér vanta tilfinnanlega að fá möppu til eignar með öllu því helsta. Jórunn Eggertsdóttir
|
||
Ég tók þátt í þriggja kvölda almennu námskeiði sem tókst alveg prýðilega. Mjög gott var hversu þétt kvöldin voru en það skiptir miklu máli fyrir þá sem koma langt að. Kostnaði var líka stillt í hóf. Námsefnið var mjög gott, farið yfir mikið efni sem ég hefði kannski illa ráðið við ef ég hefði verið alger byrjandi. Vegna þess hve farið var yfir marga þætti skipti afar miklu máli hversu efnið og kennarinn var vel skipulagður. Nemendur voru mjög áhugasamir og þegar kom að því að fara yfir vélarnar, sem voru þó nokkuð margar tegundir, endist kvöldið ekki því allir vildu fá sitt! Sá eini sem ekki fékk einu sinni kaffipásu var kennarinn og ekki taldi hann eftir sér að kenna okkur langt fram yfir umsamdan tíma. Ég náði að leysa ýmis vandamál á þessu námskeiði sem höfðu vafist fyrir mér. Bíð svo eftir fyrsta tækifæri til að læra meira!
Margrét Kristinsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari Akureyri. |
||
Ég fór af stað með miklar væntingar á námskeiðið og þær stóðust bara að mestu. Ég var með mikla ljósmyndadellu fyrir einum 20 árum eða svo og hafði mikinn hug á að fá bakteríuna á ný. Námskeiðið náði sannarlega að smita mig á ný og nú tek ég miklu betri myndir og hef mikið meira gaman af því. Nú er huxað áður en skotið og stöðugar framfarir. Mæli hiklaust með þessu námskeiði.
Gunnar Jónatansson , framkvæmdastjóri IBT
|
||
Námskeiðið kenndi mér á myndavélina mína frá A-Ö og gerði mér grein fyrir hvað ég get nýtt hana miklu betur en ég geri. Pálmi Guðmundsson er góður kennari og reynslumikill ljósmyndari sem kemur efninu mjög vel frá sér.
Ég hélt athyglinni 100%. Takk fyrir námskeiðið félagi. Páll Jens Reynisson |
||
Ég hef alltaf haft gaman af því að taka myndir en það hefur lítið farið fyrir þessu áhugamáli mínu síðustu ár. Í sumar keypti ég mér svo pínulitla stafræna myndavél, stillti á AUTO og tók myndir í gríð og erg. Eftir að hafa heyrt í útvarpinu: Viltu læra betur á stafrænu myndavélina þína? þá skráði ég mig á þriggja daga námskeið hjá ljosmyndari.is. Það var góð ákvörðun því ég tel mig hafa grætt heilmikið á námskeiðinu, a.m.k. kann ég núna á myndavélina mína og ég veit til hvers allar stillingarnar eru. Ég sé mun á myndunum mínum fyrir vikið og mér finnst núna mun skemmtilegra bæði að taka myndir og skoða myndir. Reyndar runnu á mig tvær grímur þegar ég gekk inn með mína litlu vasamyndavél og flestir voru með stórar og mun fullkomnari vélar en það skipti engu máli því allir voru jafnvelkomnir og Pálmi kennari sinnti öllum jafnt. Mér finnst ég hafa stórgrætt á þessu námskeiði og það hefur verið mér hvatning. Núna er stefnan að læra meira í myndvinnslu...svo verður einhvern tíma fjárfest í öflugri myndavél. Kristín Kötterheinrich, kennari
|
||
Eftir að hafa setið námskeið hjá Pálma Guðmundssyni ljósmyndara hef ég ekki notað auto-stillingu á myndavélinni minni eins og ég gerði alltaf. Ég lærði á örskömmum tíma um ljósop, hraða, white balance og ISO og hef náð að tileinka mér þessa hluti og myndirnar sem ég tek núna eru miklu betri en þær sem ég tók áður. Það er ekki nóg að vera með margra milljón pixla vél sem býður upp á mikla möguleika og stilla bara á auto! Á námskeiðinu lærði ég að nota vélina mína og fá það út úr henni sem hún býður upp á. Katrín Brynja Hermannsdóttir, Sjónvarpsþula |
||
Ég var á ljósmyndanámskeiði sem var 4 dagar, yfirferðin var myndavélin, kynning á photoshop, geymsla á myndum, uppbygging á myndefni, setja upp ódýrt heimastúdíó og fl. og fl. Ég fór á námskeiðið með því hugarfari að læra á myndavélina mína og læra að nota ljósop, hraða og fl. Ég hefði aldrei trúað hvað ég lærði mikið á þessum dögum sem ég var þarna, fyrir utan góða kennslu var námskeiðið hnitmiðað, það fór enginn tími til spillis og séð til þess að allir fengu sitt út úr námskeiðinu, þó að fólk væri með mismunandi vélar fengu allir kennslu á sínar vélar. Við fengum verkefni til að spreyta okkur á, áttum að taka myndir eftir þema og þegar við skiluðum því þá fengum við uppbyggilega gagnrýni og ég lærði heilmikið á því. Valgerður Hjördís Rúnarsdóttir, áhugaljósmyndari og húsmóðir.
|
||
Umsögn um Photoshop námskeið: Námskeiðið sem ég var á var mjög gott. Ég var aðeins með tærnar í undraheimi Photoshop en námskeiðið kom mér á sæmilegt skrið. Ég er amatör ljósmyndari með hálfrar aldar reynslu í myrkraherbergi og reyndar líka amatör málari en nú vinn ég jöfnum höndum í þessu tvennu og reyndar samþættuðu eftir því sem þekking og reynsla leyfir. Góð verkstjórn var á námskeiðinu og hverjum manni sinnt vel, agi en létt lund. Miðað við tímalengd var þetta námskeið gulls ígildi. Guðmundur W. Vilhjálmsson, eldri borgari.
|
||
Gott og fróðlegt námskeið. Vel að öllu staðið og leiðbeinandinn frábær. Þakka fyrir gott námskeið. Halldóra S. Ólafs, nemi. |
||
Mér fannst námskeiðið mjög fræðandi og skemmtilegt og ég var mjög ánægð með það
Sunna Rún Baldvinsdóttir |
||
Ég fór á 4ra daga námskeið í meðhöndlun myndavélar og tilheyrandi. Ég vissi ekki hverju ég átti von á en námskeiðið kom mér mikið á óvart, bæði hvað ég lærði mikið í sambandi við myndavélina mína, lýsingu og margt annað tengt ljósmyndun. Mæli hiklaust með þessum námskeiðum hjá ljosmyndari.is Guðrún Pálsdóttir, bókari
|
||
Ég var mjög efins um notagildi svona námskeiðs þar sem ég þóttist kunna þokkalega á myndavélina og öruggur með mig í tölvumálunum. Annað kom nú á daginn "ég kunni ekkert á vélina" þetta var frábært námskeið í alla staði!! Farið var í gegnum öll smáatriði varðandi myndavélina (eða eins djúpt og hver vildi) og við látin prófa og festa okkur í minni. Einnig var farið í gegnum mörg mikilvæg atriði varðandi ljósmyndunina sjálfa - eitthvað sem allir þurfa að læra til að taka góðar myndir. Ég get svo sem haldið endalaust áfram að telja upp það sem farið var í gegnum en ég læt þetta duga. Finnbogi Albertsson, Ráðgjafi, viðskiptalausna hjá Hug / Ax
|
||
Þetta námskeið er stutt, hnitmiðað og mjög gagnlegt. Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja fá góða undirstöðu í ljósmyndun og taka betri myndir. Kristján Eldjárn Þóroddsson, Kerfisfræðingur. |
||
Námskeið hjá Pálma er mjög skemmtilegt og gagnlegt, stutt og hnitmiðað enda er fagmaður við kennslu.
Mæli með því.
Fríður Norðkvist Gunnars. framkvæmdastjóri.
|
||
Námskeiðið var mjög gott, ég hafði bæði gagn og gaman af því. Farið var ýtarlega í flest. |
||
Á s.l ári tók ég þátt í ljósmyndanámskeiði. Mér hafði lengi langað til að kunna betur á vélina mina og getað tekið betri myndir. Þetta var þess virði að fara á þetta námskeið því bæði lærði ég að taka betri myndir og að meðhöndla vélina mina betur. Þetta var lærdómsríkt og mjög skemmtilegt námskeið. Ég hvet alla til að fara og taka betri myndir. |
||
Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Kennslan á öll tækniatriðin fannst mér sérstaklega góð. Nemendurnir vissu mismikið um atriði eins og ljósop og hraða og tókst kennaranum mjög vel að haga kennslunni þannig að allir höfðu mikið gagn af. Tíminn í stúdíóinu var líka mjög skemmtilegur og fróðlegur. Á heildina litið var námskeiðið mjög fræðandi en líka mjög skemmtilegt, kennarinn hafði frá mörgu skemmtilegu að segja sem kryddaði námið og gerði það meira lifandi. Takk fyrir mig. Katla Stefánsdóttir, |
||
Mér finnst það sem farið var í á námskeiðinu nýtast mér algjörlega í mínu starfi þar sem ég þarf að setja efni fram myndrænt. |
||
Umsögn um Photoshop námskeið: Ég hef notað digital myndavél í 2 ár. Hafði notast við þau prógröm, sem fylgdu vélunum þegar ég keypt þær og var aldrei ánægður. Ég sótti námskeiðið eftir að hafa fiktað í Photoshop án þess að fá nokkra tilsögn. Það kom strax í sljós að námskeiðið leiddi mig á rétta braut og það sem ég hafði verið að Ólafur Håkansson læknir |
||
Hnitmiðað og fróðlegt námskeið. Góð undirstöðuatriði og annar fróðleikur sem maður getur nýtt sér vel. Ragnheiður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri |
||
Ég kom á námskeiðið þar sem ég vildi komast inn í nýja tækni eftir að hafa ýtt henni frá mér lengi og haldið áfram að taka myndir á filmur. Ég hafði samt með mér litla digitalvél Cannon autoshot 80 og byrjaði að nota hana með en stillti hana á auto. Mér varð fljótlega ljóst að digitalið var komið til að vera og ég varð að gera svo vel og samþykkja það og læra fagið uppá nýtt. Ljósmyndarar eru mjög uppteknir við sína vinnu og hafa lítinn tíma til að segja öðrum til hvað þá að taka að sér mikla kennslu, þó eru undantekningar á þessu. Ég vildi því koma á námskeið sem útlistaði alla þætti vélarinnar á einfaldan hátt, á stuttum tíma og sleppti öllu aukamasi. Á námskeiði ljósmyndara.is fékk ég þessa leiðsögn og er nú þegar búinn að fjárfesta í stærri og öflugri myndavél með aukalinsum. Námskeiðið er enn að koma að góðum notum. Kærar þakkir. |
||
Frábært námskeið og einmitt það sem ég þurfti til að koma mér af stað til að fikta í tökkunum. Þú lést okkur atast í stillingunum, taka myndir og meta árangurinn. Þarna lærði ég loks á þá myndavél sem ég var búinn að eiga í nokkurn tíma, taka nokkrar myndir á en aldrei þorað að breyta neinu af ótta við að gera eintóma vitleysu. Námskeiðsgjaldið er ekki hátt, smábrot af verði ljósmyndabúnaðarins og maður fær það margfalt endurgreitt með ánægjunni af að taka betri ljósmyndir. Nú finnst mér miklu skemmtilegra að taka myndir og ef til vill eru þær líka eitthvað skárri. Ég hvet því alla til að fara á námskeiðið. Þú átt hrós skilið. |
||
Ég sótti námskeið hjá ljósmyndari.is síðastliðið haust. Ég hef lengi verið með ljósmyndadellu og stefni á nám í ljósmyndun en ég er að klára grunninn fyrir það.Ég var mjög ánægð með námskeiðið þar sem að Pálmi fór vel í allar grunnreglur ljósmyndunar og skýrði út mörg atriði sem tengjast ljósmynduninni á skýrann og skilvirkann hátt. Hann fór einnig vel í stillingar á myndavélum og það besta var að ég kom með mína eigin vél sem að hann kenndi mér almennilega á. Við það lærði ég mikið af hlutum sem hafa gagnast mér verulega vel. Fyrir mér var rúsínan í pysluendanum að fá að komast í alvöru stúdíó og taka myndir þar, kynnast því umhverfi og þeim tækjum sem þarf til að vinna á svoleiðis stað. Ég mæli hiklaust með námskeiði hjá Pálma þar sem að hann er uppspretta mikillar þekkingar fyrir bæði byrjendur sem og lengra komna í þessarri yndislegu dellu, ljósmyndun. |
||
Gott námskeið og kunnáttan hefur nýst mér í starfi. |
||
Mjög gagnlegt námskeið. Ég var búin að eiga digital myndavél í 3 ár án þess að kunna helstu aðgerðir sem hægt er að |
||
Ljósmyndanámskeið hjá Pálma er yfirgripsmikið, skemmtilegt og mjög gagnlegt. Svona námskeið marg borgar sig.
Helga Viðarsdóttir Framkvæmdastjóri Trico
|
||
3ja daga námskeiðið vakti mikinn áhuga hjá mér varðandi ljósmyndun. Þetta var fyrta námskeiði sem ég hafði farið varðandi ljósmyndun enda áhuginn bara ný uppgvötaður. Ég var ný búin að kaupa mér Canon EOS 300d vél og hafði í rauninni ekki hugmynd hvað ég var að fá í hendurnar. Þetta námskeið hentaði mér mjög vel þar sem ég var gjörsamlega á byrjunnarreit varðandi ljósmyndun og það vakti einnig enn þá meiri áhuga hjá mér hversu fjölbreytt þetta byrjunnar námskeið var. Við fengum aðstoð við að læra helstu stillingar á vélinni fyrir mismundandi aðstæður. Fengum smá leiðsögn í photoshop forriti og fengum smá sýnishorn hvernig er hægt að setja upp ódýrt studió og hvernig maður tekur myndir í þannig aðstæðum. Svo má ekki gleyma sem mér finnst skipta gífurlegu máli er að læra að flokka og sortera myndirnar sínar þannig auðvelt er að nálgast þær aftur. í dag er búin að prófa setja upp studió heima hjá mér, photoshopað ýmislegt fyrir aðra og sjálfa mig og er orðinn ótrúlega góð á myndavélina mína varðandi stillingar innanhús, utandyra og fleira. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði hjá Pálma (enda efnilegur ljósmyndari sjálfur), hvort sem þið viljið bara læra á heimilismyndavélarnar, fyrir vinnu, skóla eða annað. Lára Ingólfsdóttir, Akranesi Nemi við Iðnskóla R.V.K (Ljósmyndun) |
||
Ég fór á þriggja daga námskeið hjá www.ljosmyndari.is s.l. haust, ég hef tekið þó nokkuð af myndum frá því ég var unglingur en var að fjárfesta mér í SLR digital Canon EOS 350 vél og langaði að læra betur á hana. Ég get ekki sagt annað en að námskeiðið hafi staðið undir væntingum mínum og rúmlega það, eftir námskeiðið kann ég betur á myndavélina, myndbyggingar, taka myndir á tíma og svo að mynda í studio en það hafði ég aldrei gert áður en á örugglega eftir að gera þó nokkuð af. Námskeiðið hefur þegar skilað árangri að mínu mati en ég tók þó nokkuð af myndum á flugeldasýningu við Perluna fyrir áramótin en best er að láta myndirnar tala fyrir sig. http://public.fotki.com/valur/photos/flugeldar__fireworks/flugeldasning_lands/ Ef ég á að nefna eitthvað sem betur mátti fara þá hefði ég viljað tvískipta námskeiðinu þannig að þeir sem eru með SLR digital vélar væru í sér hóp. Ég þakka kærlega fyrir gott námskeið og langar nú strax á framhaldsnámskeið. |
||
Undirritaður tók þátt í námskeiði í notkun stafrænna ljósmyndavéla sem haldið var 5.7 og 8 desember 2005. Samhliða starfi mínu sem vélstjóri á Ólafi Magnússyni HU – 54 frá Skagaströnd hef ég verið að taka ljósmyndir af skipum fyrir sjómannaalmanak Skerplu og síðar Athygli í nokkur ár. Fyrir um einu ári gerði ég prufu á notkun stafrænna myndavéla. Ég byrjaði með olympus 3,2 mp sem reyndist mjög vel en skipti síðar yfir í Canon eos digital 8,0 mp og var ég nokkuð sáttur við það til að byrja með. En fór fljótlega að velta fyrir mér hvernig ég ætti að geyma ljósmyndir á stafrænu formi. Þetta var eitthvað sem ég hafði ekki þurfti að hafa svo miklar áhyggjur af vegna þess að ég hafði eingöngu notað filmuvél við ljósmyndun. Á námskeiðinu var farið yfir ýmsa gagnlega hluti eins og:
Eftir að vera búinn að fara á 3ja daga námskeið í notkun stafrænna myndavéla er ég talsvert betur búinn undir myndatökur í þeim aðstæðum sem ég hef þurft að eiga við, en það eru aðstæður úti á sjó þar sem aðstæðurnar til myndatöku eru mjög breytilegar þar sem veðurskilyrðin eru mjög breytileg. Einnig er ég búinn að kynnast möguleikum á skipulagi stafrænna ljósmynda í tölvunni og einnig möguleika á varanlegri geymslu ljósmyndanna. |
||
Námskeiðið sem ég fór á var mjög gagnlegt fyrir mig. Ég náði betri tökum á myndavélina fór að nota þá möguleika sem hún bauð uppá. Þá fékk meiri skilning á hvernig stafræn mynd verður til,og ýmislegt fleira væri hægt að telja upp svo sem með ljósop og hraða birtu ofl. Þá fannst mér myndatakan í stúdíóinu mjög athyglisverð og virkilega gagnleg.Að fara svona námskeið tel ég gagnlegt fyrir alla sem áhuga hafa á ljósmyndun. Filippus Jóhannsson, bílstjóri hjá Reykjavíkurborg.
|
||
Ég var mjög ánægð með námskeiðið sem ég fór á í ágúst 2005. Mér fannst ég læra mikið, bæði um möguleika stafrænu vélarinnar og hvernig vinna má með myndirnar í tölvunni. Þó fannst mér námskeiðið aðeins of stutt, því farið var í sum atriði á miklum hraða. Ég hefði viljað fá meira tækifæri/tíma í stúdíóinu og aðeins meiri tíma í að læra á Photoshop. Það er greinilegt að möguleikarnir eru of margir til að hægt sé að fara rækilega í þá á þremur kvöldum, sérstaklega þegar margir eru samankomnir til að læra. Það sem gerir gæfumuninn eru glósurnar sem maður tekur heim með sér eftir allt saman. Það er mjög þægilegt þegar lengra er liðið frá námskeiðinu að hafa möppuna með glósunum hjá sér og rifja upp það sem maður lærði. Ég vildi samt óska að ég hefði fengið eintak af glærunum hans Pálma til að hafa til hliðsjónar með mínum eigin glósum. Á heildina litið var ég mjög ánægð með námskeiðið og Pálmi sjálfur er svo áhugasamur að það er smitandi. Takk fyrir mig. Lilja Ingimundardóttir, Nemi í Háskóla Íslands og með ljósmyndabakteríuna frá 11 ára aldri. |
||
Þrátt fyrir það að ég mætti hálftíma of seint eða missti af einum og hálfum klukkutíma úr þessu þriggja daga námskeiði fékk ég mjög mikið út úr því, til dæmis, ég fór að skilja betur bæklinginn sem fylgdi myndavélinni og hvað þessi atriði í bæklingnum kallast á Íslensku. Stundum fanst mér farið svolítið hratt yfir efnið en það var alltaf tími til að spyrja og það sem kom mér mest á óvart var að þessar uplýsingar hjálpuðu mér mikið þegar ég er einn að fikta mig áfram í myndatöku. Annað sem ég fékk út úr þessu námskeiði var hvað er til, eins og ÞRÆLL á flassið og mismargar PHOTOSHOP og að sjálfsögðu mis dýr. Þetta fyrsta námskeið að ég held sé góður undirbúningur fyrir það næsta, og ég mun sækja fleiri þegar tíminn leyfir. Takk fyrir mig. Eyjólfur Kristófersson, Starfsmaður hjá Istaki. |
||